Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 163 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?
Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Ges...
Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?
Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?
Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?
Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Hvenær er næsta helgi?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...
Eru til kvenkyns raðmorðingjar?
Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...
Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?
Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...
Hvernig er krabbamein í lungum meðhöndlað?
Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra (sjá svar við spurningunni Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?). Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli...
Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...
Hver er munurinn á MA- og MSc-námi við háskóla í Bretlandi, til dæmis í kynjafræði?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi lokið BA-gráðu í mannfræði með kynjafræði sem aukafag og sé að leita fyrir sér með meistaranám í kynjafræði í Bretlandi. MA og MSc eru tvær af þeim gráðum sem nemar í framhaldsnámi við enska háskóla geta útskrifast með. Þær eru sambærilegar, á sama stigi báðar tvær, á milli BA...
Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?
Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:AllsherjarnefndEfnahags- og viðskiptanefndFélagsmálanefndFjárlaganefndHeilbrigðis- og trygginganefndIðnaðarnefndLandbúnaðarnefndMen...
Hvað er stjörnuferill?
Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...