Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 326 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er tíska?

Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar stendur að tíska sé:siður, venja, breytileg eftir breytilegum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæðaburði og snyrtingu.Samkvæmt vefsíðu sem Fata og textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur úti er tíska ýmis konar þróun á formum, línum, efni og litum sem...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

category-iconEfnafræði

Gerir sápa vatnið „blautara“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls. Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssamei...

category-iconHugvísindi

Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?

Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconStærðfræði

Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...

category-iconVísindi almennt

Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?

Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...

category-iconHugvísindi

Hvað eru fornleifar?

Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?

Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...

category-iconHugvísindi

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er rökkvun raunverulegt vandamál?

Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?

Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju varpast skuggar ekki í lit?

Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum. Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum r...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

Fleiri niðurstöður