Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 161 svör fundust
Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?
Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...
Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?
Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu miki...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...
Eru hnísur með veiðihár?
Veiðihár eru sérhæfð hár sem dýr nota til skynjunar. Þau gagnast meðal annars við fæðuöflun og til þess að rata í myrkri. Veiðihár eru yfirleitt nærri gini dýrsins og umhverfis nefið en geta einnig verið á öðrum stöðum. Veiðihár finnast víða innan ættbálks rándýra svo sem meðal dýra af katta- og hundaætt. Mörg ...
Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?
Hinn mikli náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) velti því fyrir sér í einu af ritum sínum hvort hundar sæju drauga. Þetta ályktaði hann út frá því að eitt sinn var hann út í garði við hús sitt og tók eftir því að svartur labradorhundur sem hann átti starði í ákveðna átt. Darwin sjálfur kvaðst ekki hafa orði...
Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?
Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...
Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?
Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu. ...
Hvað er rúmfræði?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...
Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?
Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...