Samkvæmt annars konar hluthyggju en beinni, það er hluthyggju sem gerir ráð fyrir að hlutirnir séu til óháð skynjunum okkar og að skynjunin sýni eða gefi hluti til kynna án þess að vera endilega gagnsæ, er hins vegar ekki hægt að gefa sér að við skynjum hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Þó má kannski segja að það fari eftir því hvaða ályktanir við drögum af skynjunum okkar. Ef til vill getum við í auðmýkt haldið okkur við þá ályktun þegar við skynjum einhvern hlut að hann birtist okkur einmitt svona. Það getur þá verið hluti af eðli hans. Svo getum við gert ráð fyrir að eðli hlutarins sé okkur hulið að öðru leyti. Þá má segja að skynjunin gefi okkur upplýsingar um hið rétta eðli heimsins en ekki nema um lítinn hluta þess. Annar möguleiki er að aðhyllast svokallaða fyrirbærahyggju og skipta heiminum í hið skynjaða og það sem ekki verður skynjað og segja að þekking okkar geti aðeins náð yfir hið skynjaða. Það sem ekki er skynjanlegt fellur undir frumspeki sem samkvæmt skilgreiningu fæst við það sem skilningarvitin geta ekki náð yfir. Slíkar kenningar má rekja til Immanuels Kant (1724-1804) sem gerði greinarmun á hlutnum eins og við skynjum hann og hlutnum eins og hann er í sjálfum sér. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki öðlast þekkingu á hlutnum eins og hann er í sjálfum sér og því er ómögulegt að svara því hvort hann er í raun og veru eins og við skynjum hann. Enn annar möguleiki sem við getum hugsað okkur er að við mundum einhvern veginn finna það út, með frumspeki eða rökhugsun af einhverju tagi, að hið rétta eðli heimsins geti ómögulega verið eins og við skynjum heiminn, til dæmis vegna þess að sú mynd sem skynjunin gefur okkur af heiminum sé ekki rökrétt. Slík uppgötvun mundi færa okkur þær upplýsingar að við skynjuðum ekki hið rétta eðli heimsins en hins vegar segði hún okkur lítið um það hvert hið rétta eðli heimsins væri. Við mundum aðeins fá að vita hvert eðli heimsins væri ekki. Niðurstaðan er sú að við höfum ekki almennilega upp á neina niðurstöðu að bjóða í þessum efnum. En víst er að ef einhver niðurstaða finnst þá duga skilningarvitin skammt til að finna hana. Sjá einnig svar Atla Harðarsonar við spurningunni Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?
Samkvæmt annars konar hluthyggju en beinni, það er hluthyggju sem gerir ráð fyrir að hlutirnir séu til óháð skynjunum okkar og að skynjunin sýni eða gefi hluti til kynna án þess að vera endilega gagnsæ, er hins vegar ekki hægt að gefa sér að við skynjum hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Þó má kannski segja að það fari eftir því hvaða ályktanir við drögum af skynjunum okkar. Ef til vill getum við í auðmýkt haldið okkur við þá ályktun þegar við skynjum einhvern hlut að hann birtist okkur einmitt svona. Það getur þá verið hluti af eðli hans. Svo getum við gert ráð fyrir að eðli hlutarins sé okkur hulið að öðru leyti. Þá má segja að skynjunin gefi okkur upplýsingar um hið rétta eðli heimsins en ekki nema um lítinn hluta þess. Annar möguleiki er að aðhyllast svokallaða fyrirbærahyggju og skipta heiminum í hið skynjaða og það sem ekki verður skynjað og segja að þekking okkar geti aðeins náð yfir hið skynjaða. Það sem ekki er skynjanlegt fellur undir frumspeki sem samkvæmt skilgreiningu fæst við það sem skilningarvitin geta ekki náð yfir. Slíkar kenningar má rekja til Immanuels Kant (1724-1804) sem gerði greinarmun á hlutnum eins og við skynjum hann og hlutnum eins og hann er í sjálfum sér. Eðli málsins samkvæmt getum við ekki öðlast þekkingu á hlutnum eins og hann er í sjálfum sér og því er ómögulegt að svara því hvort hann er í raun og veru eins og við skynjum hann. Enn annar möguleiki sem við getum hugsað okkur er að við mundum einhvern veginn finna það út, með frumspeki eða rökhugsun af einhverju tagi, að hið rétta eðli heimsins geti ómögulega verið eins og við skynjum heiminn, til dæmis vegna þess að sú mynd sem skynjunin gefur okkur af heiminum sé ekki rökrétt. Slík uppgötvun mundi færa okkur þær upplýsingar að við skynjuðum ekki hið rétta eðli heimsins en hins vegar segði hún okkur lítið um það hvert hið rétta eðli heimsins væri. Við mundum aðeins fá að vita hvert eðli heimsins væri ekki. Niðurstaðan er sú að við höfum ekki almennilega upp á neina niðurstöðu að bjóða í þessum efnum. En víst er að ef einhver niðurstaða finnst þá duga skilningarvitin skammt til að finna hana. Sjá einnig svar Atla Harðarsonar við spurningunni Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?