Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig lýsir Sticklerheilkenni sér?

Sticklerheilkenni er nokkuð algengur erfðagalli sem hefur áhrif á bandvefi líkamans en þeir styðja og styrkja liði okkar og líffæri og halda þeim á sínum stað. Heilkennið lýsir sér í óvenju teygjanlegum liðamótum eða ofurréttihæfni (e. hyperextensibility). Einnig fylgja tiltekin andlitseinkenni, skert heyrn og alv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?

Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?

Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...

category-iconUmhverfismál

Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?

Í upphafi þessa svars er rétt að nefna að hér er lögð áhersla á mengun sem tengist umsvifum og athöfnum mannsins. Jafnan er talað um mengun þegar efni eða orka berst út í umhverfið í það miklum mæli að það veldur skaða. Árið 1944 voru mengunarmál almennt ekki ofarlega á baugi á Íslandi og vöktun og mælingar á meng...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?

Þriðja erindi sálmsins Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson er svona (1856:7-8) (stafsetningu breytt): Heyra má himnum í frá englasöng, allelújá. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Sögnin að tilreiða merkir að ‘útbúa, gera tilbúinn’ og samast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta. Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?

Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda. Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damó...

category-iconTrúarbrögð

Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...

category-iconHagfræði

Hvernig getur það staðist að nú sé magn aflandskróna að aukast?

Það er ekki beinlínis svo að magn aflandskróna hafi verið að aukast. Sé litið á það hver þróunin hefur verið, hefur aflandskrónum fækkað undanfarin ár eins og sagt er frá í nýbirtu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, á blaðsíðu 59 og þar á eftir. Þar kemur fram að þessar krónueignir hafi minnkað um 145 m...

category-iconFélagsvísindi almennt

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...

Fleiri niðurstöður