Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 170 svör fundust
Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?
Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...
Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?
Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...
Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?
Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjál...
Hvað hafði megalodon margar tennur?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...
Hvaða „sýling“ er í Sýlingarfelli fyrir norðan Grindavík?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað merkið orðið „sýling“ í heiti á Sýlingarfelli fyrir ofan Grindavík? Sýlingarfell, sem stundum er kallað Svartsengisfell, er um 200 m hátt fell á Reykjanesskaga, rétt austan við Svartsengi. Í örnefnalýsingu fyrir Hóp í Grindavíkurhreppi er heiti fellsins skýrt svo:...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...
Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda. Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?
Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...
Er hægt að framleiða rafmagn úr segli og ef svo er þá hvernig?
Sísegull er gerður úr segulefni, nánar tiltekið járnseglandi efni. Umhverfis segul er segulsvið. Myndin hér að neðan sýnir sísegul og dreifingu segulsviðslína umhverfis hann. Dreifing segulsviðslína umhverfis sísegul Þegar rafstraumur fer um vír myndast segulsvið umhverfis hann. Rafsegull er myndaður með þv...
Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?
Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Hvers konar skáld var William Blake?
Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...