Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 849 svör fundust
Hvar er Fjallið eina?
Fjallið eina er ekki aðeins nafn á einu fjalli eins og ætla mætti, heldur þremur, ef fjöll skyldi kalla. Þau eru þessi: Móbergshnjúkur (223 m) skammt vestan við Krýsuvíkurveg, norður af Sveifluhálsi í Gullbringusýslu, fyrir sunnan eða suðvestan Óbrinnishólabruna (Landið þitt I:200). (Mynd í Ólafur Þorvaldsson,...
Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn. Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:Guðrún (...
Hafði eyjan sem Sírenurnar í grísku goðafræðinni bjuggu á eitthvert nafn?
Ekki virðist vera til eitthvað nafn á eyjunni sem Sírenurnar voru sagðar búa á. Þó er minnst á það í frásögnum grísku goðafræðinnar að þær hafi byggt sér hof við Sorrento sem stendur á nesi við Napólí á Ítalíu. Sírenunum er lýst í grísku goðafræðinni sem verum sem eru til helminga konur og til helminga fuglar. ...
Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...
Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?
Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...
Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?
Nafnið Blær er karlmannsnafn á sama hátt og samnafnið blær 'andvari, vindgustur' og bera það allnokkrir karlar ýmist sem fyrra eða síðara nafn. Það beygist í nútímamáli: nf.Blærþf.Blæþgf.Blæef.Blæs Þekkt er, einkum í kveðskap, að orðið beygist eins og forn wa-stofn, það er í þágufalli blævi og í eignarfalli ...
Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...
Foss á Vestfjörðum er bæði kallaður Dynjandi og Fjallfoss. Hvort nafnið er réttara og af hverju?
Fossinn heitir Dynjandi og dregur nafn af hljóði sínu. Nöfn á fossum og ám eru oft mynduð með –andi, samanber Rjúkandi, Mígandi. Nafnið Fjallfoss á fossinum er rangnefni, en sagt er um bæinn Dynjanda í sóknarlýsingu Rafnseyrarkirkjusóknar 1839 eftir sr. Sigurð Jónsson, að hann taki „nafn af stórum fjallfossi á...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?
Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...
Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...
Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?
Örnefni er nafn á einhverjum stað. Það var upphaflega notað um bæði mannanöfn og staðanöfn en á síðari tímum eingöngu um nafn á stað. Það merkir líklega upphaflega ‚úrnafn‘, ‚nafn sem dregið er af öðru nafni‘ og á þá sérstaklega við samsett nöfn. Örnefni hafa fylgt manninum frá örófi alda. Hann hefur snemma fa...