Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 635 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?

Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er usli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til fjall sem heitir Paramount og ef svo er, hvar er það?

„Fjallið“ Paramount er auðvitað þekktast sem merki Paramount Pictures. Engar heimildir styðja það að Paramount sé raunverulegt fjall en fólk hefur líkt því við ýmis fjöll víða um heim. Fjallið Artesanraju í Perú er þekkt sem fyrirmynd Paramount-merkisins enda eru þau mjög lík, en þó ekki nákvæmlega eins. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir andað með nefinu?

Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?

Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?

Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?

Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?

Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru bönd í handritum?

Band getur verið strik yfir bókstaf eða í gegnum legg á staf, fast merki ofan orðs eða ofan og aftan við síðasta staf í orði, depill eða smækkaður bókstafur sem er skrifaður ofan orðs. Böndin standa oftast fyrir sérhljóð + samhljóð (eða öfugt), en geta þó staðið fyrir heilu orðhlutana. Fyrsti málfræðingurinn (...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?

Orðatiltækið að vera á höttunum eftir e-u er notað í merkingunni að ‘vera á hnotskóg eftir e-u, reyna að ná í e-ð, svipast um eftir e-u’. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 19. öld. Samkvæmt elstu dæmum virðist merkingin upphaflega hafa verið að ‘vera á verði, hafa gætur á’. Ósennilegt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?

Uppruni orðsins frón ‘land, jörð’ er óviss. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og þá sérstaklega um Ísland. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:211) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á örnefnið Fron í Noregi sem talið er að hafi í upphafi átt við einkenni í landslagi sem menn vita ekki lengur hver voru og öll ættfær...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?

Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun? - Myndband

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

Fleiri niðurstöður