Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 94 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammi?

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...

category-iconEfnafræði

Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?

Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru tennur hvítar?

Upprunalegi litur tannanna ræðst af þeim efnum sem þær eru gerðar úr en ýmislegt getur haft áhrif á litinn seinna. Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu. Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið (e. dentin) en það er ljóst á litin...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?

E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur baugum undir augum og hvernig losnar maður við þá?

Þegar talað er um bauga undir augum er oftast átt við dökka hringi undir augunum, en stundum líkjast þessir baugar þó meira pokum. Ýmsar orsakir geta verið fyrir baugum undir augunum. Ein ástæðan eru þunn augnlok en slíkt getur haft í för með sér að æðar verða meira áberandi, sem gerir neðri augnlokin dekkri. ...

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Sjálflýsandi armbönd og ‘annað þess háttar’ byggja á efnahvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarfljómun (e. chemiluminescence). Svonefnd útvermin (e. exothermic) efnahvörf valda orkumyndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni...

category-iconLæknisfræði

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?

Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla. Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftust...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða munur er á ljósu og dökku hári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju eru sumir rauðhærðir? Hvers vegna er hárið mitt ljóst? Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárstilkinn eða þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...

category-iconNæringarfræði

Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?

Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...

category-iconLæknisfræði

Hvað er sólarexem?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Af hverju fær fólk sólarexem?Er hægt að koma í veg fyrir sólarexem? Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sólarljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma og f...

Fleiri niðurstöður