Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 225 svör fundust
Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?
Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....
Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?
Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm...
Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð? Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafs...
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?
Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...
Hvernig er majónes búið til?
Majónes er ýrulausn (feitiupplausn eða þeytulausn) sem á ensku er kallað "emulsion." Þetta á við um efni þar sem fitukúlur eru dreifðar í vatnsfasa eða vatnskúlur dreifðar í fitufasa. Majónes er 80% feit vara og fólk ætti því að neyta þess í hófi. Majónes er óvenjuleg matvara því að fitan myndar dreifða fasann í ý...
Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?
Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku. Að námi lokn...
Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?
Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin...
Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?
Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...
Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...
Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?
E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...
Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?
Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?
Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...