Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 118 svör fundust
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...
Hver er munurinn á bókhaldslegum og hagfræðilegum hagnaði?
Munurinn á hagnaði eins og hann er tiltekinn í bókhaldi og reikningsskilum annars vegar og skilningi hagfræðinnar hins vegar getur falist í ýmsu. Í öllum tilfellum telst hagnaður vera tekjur umfram gjöld en nokkru getur munað á skilningi hagfræðinga á tekjum og/eða gjöldum og því sem rétt telst að færa í bókhaldi....
Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?
Nei það er ekki alls kostar rétt. Þegar við fæðumst er hnéskel til staðar en hún er hins vegar ekki að fullu beingerð. Það er venjulega ekki fyrr en börn eru á aldrinum 2 - 6 ára sem hnéskelin beingerist að fullu. Við 6 ára aldurinn ætti hnéskelin því að vera full mótuð. Í svari sínu við spurningunni Hvers vegn...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...
Hvað þýðir "að höstla"?
Sögnin að höstla er tiltölulega ný í íslensku máli og telst vera slangur. Hana er ekki að finna í Íslenskri orðabók Eddu frá árinu 2003. Á íslensku merkir 'að höstla' yfirleitt að ná sér í karlmann/kvenmann, samanber eftirfarandi dæmi um notkun á sögninni:Hann var voða almennilegur, við elduðum saman og fórum s...
Hvernig er pappír endurunninn?
Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði)...
Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu. Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sell...
Hvað er vísitölufjölskylda?
Upprunalega spurningin var: Hvernig er vísitölufjölskylda samsett og á hvaða aldri er fólkið? Hvar má finna reglugerð um samsetningu slíkrar fjölskyldu sem og reglur fyrir hvað skal vera innihald í neyslu slíkrar fjölskyldu? Vísitölufjölskyldan er hugtak sem er notað til að lýsa dæmigerðri íslenskri fjölsky...
Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?
Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...
Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?
Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...
Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?
Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...