Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?

MBS

Nei það er ekki alls kostar rétt. Þegar við fæðumst er hnéskel til staðar en hún er hins vegar ekki að fullu beingerð. Það er venjulega ekki fyrr en börn eru á aldrinum 2 - 6 ára sem hnéskelin beingerist að fullu. Við 6 ára aldurinn ætti hnéskelin því að vera full mótuð.

Í svari sínu við spurningunni Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir? segir Þuríður Þorbjarnardóttir eftirfarandi um bein í nýfæddum börnum:
Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokkuð algengt er þó að þau séu sögð rúmlega 300 en nákvæmari fjöldi ekki tiltekinn. Eitt er víst að beinin í nýfæddu barni eru mun fleiri en þau 206 sem finnast í fullorðnum. Ástæðan er sú að þegar barnið vex og líkaminn þroskast renna sum lítil bein saman í eitt stærra og við það fækkar beinunum. Þetta á til dæmis við í úlnlið, ökkla, spjaldbeini og rófubeini.
Magnús Jóhannsson segir svo eftirfarandi um myndun og eyðingu beina í svari sínu við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu?
Beinin eru stöðugt að eyðast og myndast; í beinunum eru beineyðandi frumur (osteoklastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna hlutverki sínu alla ævi. Stóran hluta ævinnar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun gerast með sama hraða.
Hnéskelin er mjög mikilvægur hluti af stoðgrind mannsins. Hún ver viðkvæman hnjáliðinn fyrir hnjaski og kemur í veg fyrir að hann geti sveigt of mikið í ranga stefnu. Hún varnar því jafnframt að sköflungsbeinið (tibia) geti gengið of langt fram þegar hnjáliðurinn er beygður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

7.4.2008

Spyrjandi

Alexandra Sigfúsdóttir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7332.

MBS. (2008, 7. apríl). Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7332

MBS. „Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7332>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?
Nei það er ekki alls kostar rétt. Þegar við fæðumst er hnéskel til staðar en hún er hins vegar ekki að fullu beingerð. Það er venjulega ekki fyrr en börn eru á aldrinum 2 - 6 ára sem hnéskelin beingerist að fullu. Við 6 ára aldurinn ætti hnéskelin því að vera full mótuð.

Í svari sínu við spurningunni Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir? segir Þuríður Þorbjarnardóttir eftirfarandi um bein í nýfæddum börnum:
Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokkuð algengt er þó að þau séu sögð rúmlega 300 en nákvæmari fjöldi ekki tiltekinn. Eitt er víst að beinin í nýfæddu barni eru mun fleiri en þau 206 sem finnast í fullorðnum. Ástæðan er sú að þegar barnið vex og líkaminn þroskast renna sum lítil bein saman í eitt stærra og við það fækkar beinunum. Þetta á til dæmis við í úlnlið, ökkla, spjaldbeini og rófubeini.
Magnús Jóhannsson segir svo eftirfarandi um myndun og eyðingu beina í svari sínu við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu?
Beinin eru stöðugt að eyðast og myndast; í beinunum eru beineyðandi frumur (osteoklastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna hlutverki sínu alla ævi. Stóran hluta ævinnar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun gerast með sama hraða.
Hnéskelin er mjög mikilvægur hluti af stoðgrind mannsins. Hún ver viðkvæman hnjáliðinn fyrir hnjaski og kemur í veg fyrir að hann geti sveigt of mikið í ranga stefnu. Hún varnar því jafnframt að sköflungsbeinið (tibia) geti gengið of langt fram þegar hnjáliðurinn er beygður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....