Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokkuð algengt er þó að þau séu sögð rúmlega 300 en nákvæmari fjöldi ekki tiltekinn. Eitt er víst að beinin í nýfæddu barni eru mun fleiri en þau 206 sem finnast í fullorðnum. Ástæðan er sú að þegar barnið vex og líkaminn þroskast renna sum lítil bein saman í eitt stærra og við það fækkar beinunum. Þetta á til dæmis við í úlnlið, ökkla, spjaldbeini og rófubeini.Magnús Jóhannsson segir svo eftirfarandi um myndun og eyðingu beina í svari sínu við spurningunni Hvað orsakar beinþynningu?
Beinin eru stöðugt að eyðast og myndast; í beinunum eru beineyðandi frumur (osteoklastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna hlutverki sínu alla ævi. Stóran hluta ævinnar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun gerast með sama hraða.Hnéskelin er mjög mikilvægur hluti af stoðgrind mannsins. Hún ver viðkvæman hnjáliðinn fyrir hnjaski og kemur í veg fyrir að hann geti sveigt of mikið í ranga stefnu. Hún varnar því jafnframt að sköflungsbeinið (tibia) geti gengið of langt fram þegar hnjáliðurinn er beygður. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er innan í beinum einstaklings?
- Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?
- Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?
- Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.