Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?

Heimkynni blettatígursins (Acinonyx jubatus) eru aðallega í austan- og sunnanverðri Afríku, mest í Namibíu og á Serengeti-sléttunni í Tansaníu. Einhverjir blettatígrar eru á afmörkuðum svæðum í Íran og Afganistan. Sú var tíðin að blettatígra var að finna á Indlandi, í Mið-Austurlöndum og víða um Afríku. Hið así...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa tígrisdýr sem gæludýr?

Upprunalega spurningin var: Getur maður átt tígrisdýr sem gæludýr? Ef svo er væri hægt að treysta þeim? Tígrisdýr geta aldrei verið gæludýr í sama skilningi og fólk heldur hunda eða ketti, auk þess sem yfirvöld myndu aldrei gefa leyfi fyrir slíku hér á landi. Talið er að allt að tíu þúsund tígrisdýr séu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?

Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta kattategundin?

Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal. Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?

Evrasíugaupan (Lynx lynx) er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar gaupna (Lynx). Hinar er eru rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Eins og nafnið gefur til kynna eru heimkynni evrasíugaupunnar bæði í Evrópu og Asíu. Samkvæmt lista á vef Alþjóðlegu náttúruvernda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um blettatígur?

Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?

Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...

Fleiri niðurstöður