Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 815 svör fundust
Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...
Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...
Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...
Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?
Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum. Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þe...
Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...
Hvað er það, þegar luntur er í einhverjum?
Orðabók Háskólans hefur engin dæmi um orðið luntur en ef til vill er hér átt við nafnorðið lunti. Lunti getur merkt 'lasleiki, vesöld', t.d. „Það hefur verið hálfgerður lunti í mér upp á síðkastið.“ En lunti getur einnig merkt 'fýla' eða 'geðvonska'. Þá er t.d. sagt: „Það er hálfgerður lunti í krakkanum,“ og ræðst...
Hvað eru margir litir til í heiminum?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar til 10 milljóna lita. Sum skordýr og fuglar gera greinarmun á litum sem við sjáum ekki og greina einnig útfjólublátt ljós. En þá stendur eftir...
Hvernig flokka Gyðingar rit Gamla testamentisins?
Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin. Hjá Gyðingum nýtur lögmálið (torah) mestrar hylli og helgi. Gyðingar tala raunar ekki um „Gamla testamentið.“ Það er kristið hugtak...
Hver er stærsti kaupstaður á landinu?
Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...
Hvað eru líkormar og hvernig verða þeir til?
Orðið líkormur vísar til lirfa fjölmargra skordýrategunda sem verpa eða setja lifandi lirfur sínar í ýmiss konar hræ eða sár dýra. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á framvindu skordýralífs í hræjum. Mismunandi stigum í rotnunarferli hræs fylgir mismunandi samsetning örvera og skordýra. Menn hafa greint f...
Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?
Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...
Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...
Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?
Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...
Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...
Hvað merkir orðið „göndull”?
Orðið göndull hefur fleiri en eina merkingu. Það er notað um vöndul, eitthvað sem er flækt og samansnúið. Það er líka notað í merkingunni 'gróft band'. Þá er það notað um mann sem er jarðvöðull, það er sóði í vinnubrögðum og umgengni. Göndull er einnig notað um getnaðarlim og út frá þeirri merkingu er sennilega k...