Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 176 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Gunnar Stefánsson rannsakað?

Gunnar Stefánsson er prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur áhuga á líkanagerð og tölfræði, sérstaklega á sviði kennslu, en einnig öðrum fagsviðum. Eftir hann liggja alþjóðlegar ritrýndar greinar í tímaritum á sviði fiskifræði, menntunar, líffræði, sálfræði og rafmynta. Gunnar starfaði í mörg ár v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hellafiskinn Cryptotora thamicola?

Tegundin Cryptotora thamicola er afar smávaxinn hellafiskur sem vart verður lengri en 2,8 cm. Þetta er eina tegundin innan ættkvíslarinnar Cryptotora og hefur aðeins fundist í átta hellum í hellakerfi í Mae Hong Son-héraði í Taílandi. Þar lifa þessir fiskar í straumvatni djúpt inn í hellunum, meira en 500 metrum f...

category-iconLandafræði

Hvort eru fleiri menn eða kindur á Íslandi?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru margar kindur á Íslandi? kemur fram að árið 2000 voru alls 465.777 kindur í landinu miðað við tölur frá Hagstofu Íslands og hafði þeim fækkað um tæplega helming frá árinu 1978. Nýjustu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda sauðfjár eru fyrir árið 2002 en þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?

Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fy...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?

Upprunalega spurningin var: Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn? Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?

Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg lömb voru send í sláturhús haustið 2016?

Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?

Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...

category-iconVeirur og COVID-19

Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?

Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?

Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...

category-iconHagfræði

Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?

Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...

category-iconLandafræði

Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?

Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?

Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?

Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...

Fleiri niðurstöður