Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 379 svör fundust
Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?
Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...
Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...
Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?
Í þeim löndum sem tekið hafa upp evruna (€) eru allir evrupeningar gjaldgengir, bæði seðlar og mynt. Myntirnar eru mismunandi eftir því í hvaða landi þeim er dreift í upphafi, en þær gilda engu að síður í öllum evrulöndum. *** Evruseðlarnir eru allir eins og eru til seðlar með verðgildi frá 5 evrum upp í 50...
Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...
Hvað kallast það sem fólk stingur bílbeltum í til þess að festa þau á sig?
Ekkert fast orð virðist notað um þetta stykki. Eina sem fram kom við fyrirspurn var bílbeltalæsing. Mynd: HB...
Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?
Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...
Hvað er skjámiðill?
Orðið „skjámiðill“ er ekki til í gagnasafni Orðabókar Háskólans. Líklegt er að orðið hafi myndast á sama hátt og orðin ljósvakamiðill og prentmiðill, það er að segja sem samheiti yfir miðla sem eiga eitthvað sameiginlegt sem aðgreinir þá frá öðrum miðlum. Orðið „skjámiðill“ væri þá notað sem samheiti yfir miðla s...
Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er? Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...
Hvernig er hægt að reikna út afföll á húsbréfum út frá tölum um ávöxtunarkröfu?
Svarið við þessari spurningu kemur fram í bókinni Verðbréf og áhætta sem gefin var út af VÍB og sem er að finna á rafrænu formi á vefsetri VÍB. Við birtum svarið hér með góðfúslegu leyfi VÍB. Reiknireglan fyrir gengi húsbréfa er þessi (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu af henni): Hér má svo sjá dæmi u...
Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...
Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?
Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...
Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...
Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...
Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?
Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...