Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 125 svör fundust
Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?
Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?
Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...
Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?
Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í ...
Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?
Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...
Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?
Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?
Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...