Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur kennarinn, kerra, plógur, hestur.Erfitt var að fá íslenskar bækur í Vesturheimi en Stephan G. bjó að þeim Íslendingasögum sem hann las í æsku alla ævi. Mál hans var fjölskrúðugt og sótti hann margt yrkisefnið til Íslendingasagnanna. Meðal kvæða í þeim anda er ljóðið "Ástríður Ólafsdóttir Svíakonungs." Hann samdi einnig ádeilukvæði en þau beindust fyrst og fremst að styrjöldum, kirkjunni og auðvaldi enda var Stephan sósíalisti. Meðal kvæða sem fjölluðu um stríð var kvæðið "Transvaal" sem hann orti um stríð sem Bretar háðu gegn Búum eftir gullfund í landi þeirra. Ljóð Stephans G. eru í anda raunsæisstefnunnar sem ruddi sér til rúms undir lok 19. aldar. Hann orti einnig rómantísk ættjarðarljóð og eitt það kunnasta er kvæðið "Úr Íslendingadagsræðu" en fyrsta erindið hljóðar svo:
Þótt þú langförull legðir, sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landhvers og skers!Viðar Hreinsson hefur skrifað ævisögu Stephans G. Stephanssonar í tveimur bindum. Fyrra bindið kom út árið 2002 og nefnist Landneminn mikli og er þar vísað til búferlaflutninga hans í Vesturheimi. Seinna bindið kom út árið 2003 og nefnist Andvökuskáld. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur? eftir Helga Skúla Kjartansson
- Skólaljóð, Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík, án ártals.
- Erlendur Jónsson, Íslenzk bókmenntasaga 1750-1950, Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík, 1962.
- Skólavefurinn.is
- Wikimedia Commons - Stephan G. Stephansson. (Sótt 1.6.2018).