Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1097 svör fundust
Hvers konar dómar eru sleggjudómar?
Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...
Hvaða draumur er í dós?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós? Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Dan...
Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...
Hefðu menn fyrr á öldum orðið varir við Heklugos eins og varð í febrúar 2000?
Alveg örugglega hefðu þeir orðið varir við slíkt gos, bæði eldglæringar og öskufall, því að Hekla er hið næsta þéttbýlum sveitum. Hins vegar er ekki víst að þeir hefðu alltaf fært slíkt gos á bækur, enda virðist það nokkuð undir hælinn lagt hvað komist hefur í annála af þessu tagi. Þannig er næstum engra eldgosa g...
Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Mig langar að vita hversu fjölmennir maóríar á Nýja-Sjálandi eru í dag? Mér er alveg fyrirmunað að finna nokkuð um það á netinu. Ég hef ekki tíma til að bíða eftir svari á vefnum svo ef þið getið svarað því strax þá væri það frábært. Þið vitið svo mikið!Samkvæmt manntali Nýj...
Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?
Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Hvernig getur maður vitað að það sem skrifað hefur verið í sögubækur, til dæmis um seinni heimsstyrjöldina, sé fullkomlega satt?
Við getum ekki verið alveg viss um að það sem standi í sögubókum sé fullkomlega satt þar sem það getur verið umdeilanlegt hvað sé 'fullkomlega satt' og hvað ekki. Við höfum áður svarað ýmsum spurningum lesenda um svipað efni og látum nú nægja að benda á þau:Hvað er sannleikur? eftir Jón ÓlafssonHvernig get ég v...
Af hverju heitir fjallið Tindastóll þessu nafni?
Ekki er alveg ljóst hvaðan nafnið á fjallinu Tindastól í Skagafirði (995 m) norðan við Sauðárkrók er komið. Hár strýtumyndaður klettur í landi Alviðru í Ölfusi heitir líka Tindastóll. Orðið stóll er í öðrum fjallsnöfnum eins og Stóll sem er á milli Svarfaðardals og Skíðadals í Eyjafirði. Sauðárkrókur og Tind...
Hvaða ár er í Kína?
Frá árinu 1949 hafa Kínverjar notað sama tímatal og við erum vön. Hjá þeim er þess vegna núna árið 2006 alveg eins og hjá okkur. Fyrir 1949 var miðað við árið 1912 sem ár 1 en þá féll keisarastjórnin í Kína. Fyrir árið 1912 var annað kerfi við lýði sem miðaðist við hvaða konungsætt var við völd og hversu lengi hún...
Hvað merkir orðasambandið „von úr viti“? Til dæmis að eitthvað endist von úr viti?
Orðasambandið von úr viti er þekkt frá síðari hluta 18. aldar í merkingunni ‛afar lengi’. Það er notað með ýmsum sögnum til dæmis endast, kjafta, ríða, spyrja einhvern von úr viti. Ekki er alveg ljóst hvernig sambandið er hugsað. Vit merkir ‛skynsemi, greind, hyggindi’ og von ‛eitthvað sem maðu...
Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...
Hvað eru til margir hvítir fálkar?
Fálki eða valur (Falco rusticolus) finnst á túndrusvæðum allt í kringum norðurskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus. Á Grænlandi verpir deilitegundin Falco rusticolus candicans sem er hvít á lit og kallast ýmist grænlandsfálki, snæfá...