Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftast sleggjudómar; þeir rífa einatt einstaka viðburði úr úr veraldarsamhenginu, mæla jötna sögunnar með kvarða, sem kann að vera þeim og öðrum eins dvergum samboðinn ...Næstelsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Norðurfara frá 1849 og er mjög í sama anda:
Þetta og annað fleira, sem hann lætur skilja um ósannsögli frjettanna hjá oss, verðum vjer að biðja O.St. að sanna, eða að öðrum kosti að þola, að vjer köllum það sleggjudóm – axarskaft með sleggjuhaus.Hér er vísað til orðsins axarskaft í merkingunni „glappaskot“. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá svipuðum tíma þannig að orðasambandið virtist hafa fest sig í sessi um miðja 19. öld. Það styður einnig ritið Supplement til islandske ordbøger sem Jón Þorkelsson gaf út á árunum 1890–1897. Hann hefur sleggjudómur sem flettu og vísar í tímaritið Fróða 1886 og nefnir einnig sleggjudómandi um þann sem lætur ummæli eða dóma falla án þess geta rökstutt þá. Eins og sjá má er sleggjudómur sett saman úr sleggja og dómur. Sleggjan er verkfæri lík hamri á löngu skafti og með henni er hægt að greiða þung högg alveg eins og með ógrunduðum dómum. Orðið var þegar á 19. öld notað í yfirfærðri merkingu eins og í þessu dæmi úr blaðinu Austra frá 1887:
höfundi er [ [...]] hefur á lopti eintómar sleggjur, útúrsnúninga og hártoganir.Mynd:
-
Sledgehammer - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 08.04.2015).