Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 70 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?

Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?

Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...

category-iconJarðvísindi

Hver er saga Deildartunguhvers?

Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...

category-iconHugvísindi

Er hægt að vera með skófíkn?

Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp stafrófið?

Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...

category-iconFornleifafræði

Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum?

Í heild var spurningin svona: Er einhver sérstök fræðigrein sem fæst við rannsóknir á handritum, það er innihaldi þeirra, uppruna, aldri o.s.frv.? Handritafræði er sjálfstæð fræðigrein sem er stunduð víða um heim og á rætur í athugunum og hugmyndum þýskra fræðimanna um miðja 19. öld. Í fyrstu voru skriftareinke...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að halda uppboð á Íslandi og hvernig þróuðust þau?

Því miður eru rannsóknir á sögu uppboða á Íslandi af skornum skammti og því er ekki hægt að svara spurningunni án þess að gera grein fyrir því að saga þeirra sé að miklu leyti gloppótt eins og staðan er í dag. Svarið tekur því mið af yfirstandandi rannsókn minni þar sem áhersla er lögð á opinber uppboð á persónule...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?

Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...

category-iconHugvísindi

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?

Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?

Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á heila karla og kvenna?

Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...

Fleiri niðurstöður