Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?

Emelía Eiríksdóttir

Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið hvarfast við brennisteinsefni (aðallega brennisteinsvetni) í andrúmsloftinu með aðstoð súrefnis og þá myndast silfursúlfíð (Ag2S) sem er svart að lit. Efnajafnan er eftirfarandi:

$$4Ag_{(s)}+ 2H_2 S_{(g)}+ O_{2(g)} \to 2Ag_2 S_{(s)}+2H_2 O_{(l)}$$

Silfur er afar hvarfgjarnt gagnvart brennisteinsvetni og þarf því ekki mikið af því í andrúmsloftinu til að hvarfið eigi sér stað á yfirborði silfursins. Efnahvarfið er oxunar-afoxunarhvarf og þarf leiðandi vökva til að það gerist. Raki hefur því áhrif á myndum silfursúlfíðsins, því hærri sem rakinn er, þeim mun hraðar gerist hvarfið.

Sama ástæða liggur að baki þess hversu hratt silfur dekkist við að vera í hitaveituvatni, það er brennisteinsvetnið í hitaveituvatninu.

Það fellur hratt á silfur sem er í snertingu við hitaveituvatn, enda fara þar saman brennisteinsefni í vatninu og nægur raki.

Mest allt jarðhitavatn inniheldur brennisteinsvetni þegar því er dælt upp en magn brennisteinsvetnisins er mismunandi eftir uppruna jarðhitavatnsins. Ef jarðhitavatnið inniheldur lítið eða ekkert brennisteinsvetni er örlitlu magni bætt út í vatnið. Það er gert til þess að eyða súrefni sem mögulega er til staðar í jarðhitavatninu eða súrefni sem gæti borist í jarðhitavatnið áður en það nær til neytenda. Súrefni er nefnilega afar óæskilegt í hitaveitukerfum vegna þess að það tærir stálvatnsleiðslurnar í dreifikerfum og innanhússkerfum notenda.

Kalt vatn inniheldur ekki brennisteinsvetni en það er mettað af súrefni. Á þeim stöðum þar sem notast er við upphitað kalt vatn er vatnið afloftað (til að fjarlægja súrefnið) en einnig er örlitlu brennisteinsvetni eða natríumsúlfíti (Na2SO_3, sem hvarfast einnig hratt við súrefni) bætt út í vatnið til að eyða afgangs súrefni eða súrefni sem getur borist í vatnskerfið á leið til neytenda.

Þó að mörgum þyki dökki liturinn á silfrinu óaðlaðandi og keppist við að halda silfrinu hreinu með því að fægja það þá ver dökka yfirborð silfursins málminn sem undir er.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.6.2023

Spyrjandi

Ólína Kristjánsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2023, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24771.

Emelía Eiríksdóttir. (2023, 6. júní). Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24771

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2023. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24771>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið hvarfast við brennisteinsefni (aðallega brennisteinsvetni) í andrúmsloftinu með aðstoð súrefnis og þá myndast silfursúlfíð (Ag2S) sem er svart að lit. Efnajafnan er eftirfarandi:

$$4Ag_{(s)}+ 2H_2 S_{(g)}+ O_{2(g)} \to 2Ag_2 S_{(s)}+2H_2 O_{(l)}$$

Silfur er afar hvarfgjarnt gagnvart brennisteinsvetni og þarf því ekki mikið af því í andrúmsloftinu til að hvarfið eigi sér stað á yfirborði silfursins. Efnahvarfið er oxunar-afoxunarhvarf og þarf leiðandi vökva til að það gerist. Raki hefur því áhrif á myndum silfursúlfíðsins, því hærri sem rakinn er, þeim mun hraðar gerist hvarfið.

Sama ástæða liggur að baki þess hversu hratt silfur dekkist við að vera í hitaveituvatni, það er brennisteinsvetnið í hitaveituvatninu.

Það fellur hratt á silfur sem er í snertingu við hitaveituvatn, enda fara þar saman brennisteinsefni í vatninu og nægur raki.

Mest allt jarðhitavatn inniheldur brennisteinsvetni þegar því er dælt upp en magn brennisteinsvetnisins er mismunandi eftir uppruna jarðhitavatnsins. Ef jarðhitavatnið inniheldur lítið eða ekkert brennisteinsvetni er örlitlu magni bætt út í vatnið. Það er gert til þess að eyða súrefni sem mögulega er til staðar í jarðhitavatninu eða súrefni sem gæti borist í jarðhitavatnið áður en það nær til neytenda. Súrefni er nefnilega afar óæskilegt í hitaveitukerfum vegna þess að það tærir stálvatnsleiðslurnar í dreifikerfum og innanhússkerfum notenda.

Kalt vatn inniheldur ekki brennisteinsvetni en það er mettað af súrefni. Á þeim stöðum þar sem notast er við upphitað kalt vatn er vatnið afloftað (til að fjarlægja súrefnið) en einnig er örlitlu brennisteinsvetni eða natríumsúlfíti (Na2SO_3, sem hvarfast einnig hratt við súrefni) bætt út í vatnið til að eyða afgangs súrefni eða súrefni sem getur borist í vatnskerfið á leið til neytenda.

Þó að mörgum þyki dökki liturinn á silfrinu óaðlaðandi og keppist við að halda silfrinu hreinu með því að fægja það þá ver dökka yfirborð silfursins málminn sem undir er.

Heimildir og mynd:...