Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 417 svör fundust
Hver var fyrsti forseti Íslands?
Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...
Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...
Hvað er Werdnig-Hoffman veiki?
Werdnig-Hoffman veiki (e. Werdnig Hoffman disease, infantile spinal muscular atrophy) er arfbundinn vöðvarýrnunarsjúkdómur. Hann orsakast af hrörnun hreyfitaugafrumna í mænu og heilastofni. Veikin kemur yfirleitt í ljós í móðurkviði eða fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Á síðustu mánuðum meðgöngu gætu fósturhreyfi...
Hvað er málþroskaröskun?
Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...
Hvað getið þið sagt mér um ofvita?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...
Var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti vegna þess að enginn bauð sig fram gegn honum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna var Sveinn Björnsson þjóðkjörinn forseti 1945 og 1949? Var það vegna þess að enginn bauð sig fram móti honum? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Sveinn Björnsson (1881-1952) var einn í framboði í bæði skiptin og var þar af leiðandi sjálfkjörinn lí...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?
Upphaflega voru spurningarnar: Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna? Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti? Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu...
Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...
Hvers vegna grána mannshár?
Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur...
Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?
Svarið við þessari spurningu felst í eiginleikum kynlitninga katta. Líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kv...
Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?
Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...
Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?
Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...
Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?
Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana ...
Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?
Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...