Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 901 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er best að finna Pólstjörnuna?

Þrátt fyrir aragrúa stjarna á næturhimninum er fremur auðvelt að finna Pólstjörnuna. Einfaldasta leiðin til þess er að finna fyrst stjörnumerkið Stóra-björn eða Karlsvagninn. Því næst finnur maður stjörnurnar Dubhe og Merak (sjá mynd) og dregur beina línu upp frá þeim. Þá lendir maður á björtustu stjörnunni í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á rétthyrndum, hvasshyrndum og gleiðhyrndum þríhyrningum?

Þríhyrningur er marghyrningur með þrjá hornpunkta og þrjár hliðar. Þríhyrningurinn með hornpunkta \(A, B\) og \(C\) er táknaður með \(\bigtriangleup ABC\). Hliðin \(AB\) er sögð mótlæg horninu \(C\) og er táknuð með \(c\). Horn þríhyrnings eru oftast táknuð með hástöfum og mótlægar hliðar eru táknaðar með samsva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Harðskafi?

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...

category-iconFöstudagssvar

Hvar finnur maður helgan stein og hvernig sest maður í hann?

Maður byrjar á því að fá her manns til að stela öllu steini léttara. Þá eru aðeins eftir steinar og það sem er þaðan af þyngra en þó gæti legið fiskur undir steini á stöku stað. Helga eða heilaga steininn má síðan finna með því að berja höfðinu við steininn, það er að segja alla steinana þar til sá rétti finnst. R...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

category-iconFélagsvísindi

Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Í íslenskri stjórnskipan er gert ráð fyrir því að svonefndir utanþingsráðherrar sitji á þingi. Með utanþingsráðherra er átt við ráðherra sem hefur verið skipaður í starf sitt þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á þing. Hefðin er sú að ráðherrar eru jafnframt þingmenn og njóta áfram allra réttinda sem slíki...

category-iconLæknisfræði

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?

Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...

category-iconFélagsvísindi

Hver er gjaldmiðillinn í Albaníu?

Gjaldmiðill Albaníu nefnist lek. Þegar þetta er skrifað, í mars 2005, kostar eitt lek 70 aura íslenska.Hundrað albönsk lek eða sjötíu íslenskar krónur. Frekara lesefni á Vísindavefnum:Hvað eru til margir gjaldmiðlar? eftir Gylfa Magnússon Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur? eftir Gylfa Magnússon Hvers vegna er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað heitir gjaldmiðill Dóminíska lýðveldisins og hvert er gengi krónunnar gagnvart honum?

Gjaldmiðillinn heitir pesó og þegar þetta er skrifað, 18. júní 2003, fást um 0,37 pesó fyrir hverja íslenska krónu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa Mag...

category-iconHeimspeki

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?

Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Samb...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?

Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...

category-iconMálvísindi: íslensk

Merkir edda virkilega langamma?

Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur). Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...

Fleiri niðurstöður