Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 832 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?

Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur málshátturinn „Barn er fyrir böli nema drengur sé og sjálfur eigi“?

Algengasta mynd þessa málsháttar er „Böl er, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé, og sjálfur eigi.“ Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Málshátturinn er einnig tekinn þannig upp í Íslenzku málsháttasafni Finns Jón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?

Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að það verði hvít jól?

Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskur er dílamjóri?

Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur svokallað veggfóður eða "wallpaper" einhver áhrif á vinnslu tölvunnar?

Wallpaper, sem við ættum ef til vill að kalla veggfóður á íslensku, eða einfaldlega bakgrunnsmynd, er mynd sem sýnd er sem bakgrunnur á skjáborði tölvunnar (desktop). Slíkar bakgrunnsmyndir hafa óveruleg áhrif á vinnslu tölvunnar. Þær nota mjög lítið vinnsluminni annað en skjáminni, sem annars væri notað í ein...

category-iconVeðurfræði

Af hverju snjóar á Íslandi?

Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað merkir bæjarheitið Gröf?

Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86). Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálíti...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?

Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...

category-iconHugvísindi

Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?

Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...

Fleiri niðurstöður