Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86).
Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálítið annarrar merkingar, það er ‚hola, laut, lág‘, en þó einnig ‚mógröf‘. Finnur Jónsson telur nafnið ef til vill helst dregið af jarðfalli eða gröf myndaða af vatnsrennsli en ekki af mannahöndum (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 523).
Bærinn Gröf í Hvalfjarðarsveit.
Spurningin er hvort nafnið gæti átt við kolagröf, mógröf eða gæti bent til jarðhúsa sem fundist hafa á nokkrum stöðum hérlendis og eru frá fyrstu byggð í landinu, byggð sem undanfari skála á bæjum.
Heimildir og mynd:
Árni Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók IV. 1925-1927.
Finnur Jónsson. Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands IV. 1907-1915.
Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir bæjarheitið Gröf?“ Vísindavefurinn, 14. september 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53260.
Svavar Sigmundsson. (2009, 14. september). Hvað merkir bæjarheitið Gröf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53260