Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 163 svör fundust
Hvar eru kóngulær á veturna?
Hér er einnig svarað spurningu Önnu Andrésdóttur og Axels Fannars: Hvað er algengt að kóngulær lifi lengi?Á Íslandi lifa kóngulær að jafnaði í eitt til tvö ár. Í hitabeltislöndum verða kóngulær mun eldri; tarantúlur geta til að mynda orðið 15 ára. Kóngulær verða kynþroska eftir að síðustu hamskiptum er lokið....
Hvert er algengasta kvenmannsnafn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands má leita að upplýsingum um fjölda þeirra sem bera ákveðin eiginnöfn. Eftirfarandi grein var skrifuð árið 2003 og svaraði þá spurningunni út frá þeim tölum sem Þjóðskrá gaf upp á þeim tíma. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands voru þrjú algengustu kvennanöfnin í árslok 2001 þessi:Guðrún (...
Hvað er fjöruarfi?
Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af út...
Hvernig dó Tolstoj?
Lév Nikolajevítsj Tolstoj greifi fæddist 28. ágúst árið 1828 í Jasnaja Poljana í Túla-héraði í Rússlandi. Foreldra sína missti hann ungur að árum og móður sína þekkti hann aldrei. Sextán ára var hann sendur í fóstur til frænku sinnar í Kazan og stuttu síðar hóf hann nám í austurlenskum málum og lögfræði við háskól...
Hvað eru sykrur?
Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...
Hvað eru til margar apategundir?
Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...
Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?
Hjólabretti eiga sér frekar langa sögu og eru sennilega töluvert eldri en flestir gera sér grein fyrir. Fljótlega upp úr aldamótunum 1900 mátti sjá farartæki sem samanstóðu af einföldum planka með gömlum hjólaskautahjólum festum undir. Þessi frumstæðu bretti mætti segja að væru forverar eiginlegra hjólabretta. ...
Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?
Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...
Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...
Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?
Með fitugum æðum er líklega átt við það sem kallast æðakölkun á íslensku eða atherosclerosis á ensku. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Í æðakölkuninni er fitukjarni sem er að mestum hluta kólesteról og því er rætt um fitugar æðar í spurningunni. Reykingar e...
Ég er að gera ritgerð um múslimakonur og mig vantar að vita í hvaða bækur ég get helst sótt heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna svar Kristínar Loftsdóttur við spurningunni:Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi? en það fjallar um konur og íslamstrú. Þeim sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, er bent á svar Önnu Vilhjálmsdóttu...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Af hverju þarf maður að borða?
Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...
Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...
Hvað er Ameríka stór að flatarmáli?
Norður-Ameríka er um 24.709.000 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli en Suður-Ameríka er hins vegar um 17.840.000 km2. Ef við leggjum þessar stærðir saman fáum við út að Ameríka er samtals um 42.549.000 km2 að flatarmáli. Ameríka er næststærsta samfellda meginlandið. Ameríka þekur um það bil 8,3% af yfirborði ja...