Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?

MBS

Hjólabretti eiga sér frekar langa sögu og eru sennilega töluvert eldri en flestir gera sér grein fyrir. Fljótlega upp úr aldamótunum 1900 mátti sjá farartæki sem samanstóðu af einföldum planka með gömlum hjólaskautahjólum festum undir. Þessi frumstæðu bretti mætti segja að væru forverar eiginlegra hjólabretta.

Hugmyndin um hjólabretti fékk svo byr undir báða vængi þegar komið er fram á 6. áratug síðustu aldar. Þá hafði áhuginn á brimbrettabruni vaxið gríðarlega og létu brimbrettakappar sig jafnvel dreyma um það að bruna á brimbrettum um göturnar þegar lítið var um öldur í sjónum. Hjólabrettið virtist vera kjörin lausn á þessu og var fyrsta hjólabrettið sett á markað árið 1959. Á árunum sem fylgdu reyndu hjólabrettaframleiðendur eins og Makaha og Hobie að kveikja áhuga á vöru sinni hjá brimbrettafólki og þessi fyrstu ár var jafnan talað um það að renna sér á hjólabretti sem „gangstéttabrun“.



Árið 1963 stofnaði Makaha fyrsta keppnisliðið á hjólabrettabruni. Fyrsta keppnin var haldin sama ár og var þá bæði keppt í bruni og frjálsri aðferð. Þessi fyrstu hjólabretti sem keppt var á voru þó afar takmörkuð og var það einkum gerð hjólanna sem takmarkaði hreyfigetu þeirra. Áhuginn á hjólabrettum dvínaði því töluvert allt þar til ný gerð hjóla kom á markaðinn um miðjan áttunda áratuginn. Það var Frank Nasworthy sem árið 1972 fann upp svokölluð fjölúretan-hjól sem eru mjög svipuð þeim hjólum sem notuð eru í dag. Þessi hjól gáfu brettinu aukinn hreyfanleika og þar með íþróttinni meiri möguleika. Á sama tíma var kynntur til sögunnar uppbrettur endi (e. kick-tail) á hjólabrettum. Þessi einfalda breyting á byggingu brettanna umbylti hreyfigetu þeirra og gerði ýmsa loftfimleika mögulega sem áður höfðu verið fjarlægur draumur, svo sem að olla. Að olla er einmitt nefnt eftir manninum sem fyrstur sýndi þetta stökk, Alan Gelfands, sem kallaður var „Ollie“.

Vinsældir hjólabretta og hjólabrettabruns sem íþróttar breiddust eins og eldur í sinu um allan heim. Árið 1976 var fyrsti hjólabrettagarðurinn byggður í Flórída í Bandaríkjunum. Fljótlega spruttu upp sambærilegir garðar og brautir víðs vegar um Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. Fræknir hjólabrettakappar eins og Tony Alva og Stacey Peralta stigu fram á sjónarsviðið og voru hylltir sem ofurhugar og frumkvöðlar í íþróttinni.

Hjólabrettabrun þótti þó vera hættuleg íþrótt og á níunda áratugnum var hún einkum stunduð meðal neðanjarðahreyfinga og átti erfitt uppdráttar að fást viðurkennd sem alvöruíþrótt. Í kringum hjólabrettabrun skapaðist ákveðinn menningarheimur þar sem víð föt og pönkað rokk voru í forgrunni. Samhliða þessu fór ný stefna að ryðja sér rúms hjá hjólabrettaiðkendum, svokölluð götuaðferð (e. street-style). Þá fóru hjólabrettabrunarar út fyrir hina eiginlegu garða og sýndu listir sínar inni í borginni til dæmis á torgum, tröppum og upp á handriðum og grindverkum.

Þessi nýi stíll vakti fljótt athygli á hjólabrettum á nýjan leik og ekki síst með tilkomu svokallaðra hjólabrettamynda. Þessar heimildamyndir um hjólabrettakappa breiddust eins og eldur í sinu meðal ungmenna um allan heim og gerðu stjörnur úr atvinnumönnum eins og The videos made stars of vert skaters Tony Hawk og Steve Caballero og götubrunurum eins og Natas Kaupas og Mark Gonzalez.

Það var þó ekki fyrr en árið 1995 sem fyrsta stórmótið á hjólabrettum var haldið og hjólabrettaiðkun fékk lögmæta viðurkenningu sem íþróttagrein. Hjólabrettin hafa því í gegnum tíðina haldið áfram að breytast og þróast og lagast að nýjum aðstæðum og breyttri notkun.

Tvær gerðir hjólabretta eru algengastar í dag; hefðbundin hjólabretti (81 cm x 23 cm) sem eru einkum notuðuð við frjálsa aðferð og svo langbretti (e. long-board) (96.5 - 152.5 cm x 23 cm) sem eru aðallega notuð við keppni í bruni. Öll hjólabretti byggja þó á svipuðum þáttum. Þau samanstanda af bretti, hjólafestingum og hjólum. Einhver breytileiki er svo í lögun brettanna sjálfra en í dag eru þau þó flest rúnnuð með báða enda uppbretta (e. kick-tail).

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Árni og Ásgeir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7218.

MBS. (2008, 11. mars). Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7218

MBS. „Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7218>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð fyrsta hjólabrettið til?
Hjólabretti eiga sér frekar langa sögu og eru sennilega töluvert eldri en flestir gera sér grein fyrir. Fljótlega upp úr aldamótunum 1900 mátti sjá farartæki sem samanstóðu af einföldum planka með gömlum hjólaskautahjólum festum undir. Þessi frumstæðu bretti mætti segja að væru forverar eiginlegra hjólabretta.

Hugmyndin um hjólabretti fékk svo byr undir báða vængi þegar komið er fram á 6. áratug síðustu aldar. Þá hafði áhuginn á brimbrettabruni vaxið gríðarlega og létu brimbrettakappar sig jafnvel dreyma um það að bruna á brimbrettum um göturnar þegar lítið var um öldur í sjónum. Hjólabrettið virtist vera kjörin lausn á þessu og var fyrsta hjólabrettið sett á markað árið 1959. Á árunum sem fylgdu reyndu hjólabrettaframleiðendur eins og Makaha og Hobie að kveikja áhuga á vöru sinni hjá brimbrettafólki og þessi fyrstu ár var jafnan talað um það að renna sér á hjólabretti sem „gangstéttabrun“.



Árið 1963 stofnaði Makaha fyrsta keppnisliðið á hjólabrettabruni. Fyrsta keppnin var haldin sama ár og var þá bæði keppt í bruni og frjálsri aðferð. Þessi fyrstu hjólabretti sem keppt var á voru þó afar takmörkuð og var það einkum gerð hjólanna sem takmarkaði hreyfigetu þeirra. Áhuginn á hjólabrettum dvínaði því töluvert allt þar til ný gerð hjóla kom á markaðinn um miðjan áttunda áratuginn. Það var Frank Nasworthy sem árið 1972 fann upp svokölluð fjölúretan-hjól sem eru mjög svipuð þeim hjólum sem notuð eru í dag. Þessi hjól gáfu brettinu aukinn hreyfanleika og þar með íþróttinni meiri möguleika. Á sama tíma var kynntur til sögunnar uppbrettur endi (e. kick-tail) á hjólabrettum. Þessi einfalda breyting á byggingu brettanna umbylti hreyfigetu þeirra og gerði ýmsa loftfimleika mögulega sem áður höfðu verið fjarlægur draumur, svo sem að olla. Að olla er einmitt nefnt eftir manninum sem fyrstur sýndi þetta stökk, Alan Gelfands, sem kallaður var „Ollie“.

Vinsældir hjólabretta og hjólabrettabruns sem íþróttar breiddust eins og eldur í sinu um allan heim. Árið 1976 var fyrsti hjólabrettagarðurinn byggður í Flórída í Bandaríkjunum. Fljótlega spruttu upp sambærilegir garðar og brautir víðs vegar um Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. Fræknir hjólabrettakappar eins og Tony Alva og Stacey Peralta stigu fram á sjónarsviðið og voru hylltir sem ofurhugar og frumkvöðlar í íþróttinni.

Hjólabrettabrun þótti þó vera hættuleg íþrótt og á níunda áratugnum var hún einkum stunduð meðal neðanjarðahreyfinga og átti erfitt uppdráttar að fást viðurkennd sem alvöruíþrótt. Í kringum hjólabrettabrun skapaðist ákveðinn menningarheimur þar sem víð föt og pönkað rokk voru í forgrunni. Samhliða þessu fór ný stefna að ryðja sér rúms hjá hjólabrettaiðkendum, svokölluð götuaðferð (e. street-style). Þá fóru hjólabrettabrunarar út fyrir hina eiginlegu garða og sýndu listir sínar inni í borginni til dæmis á torgum, tröppum og upp á handriðum og grindverkum.

Þessi nýi stíll vakti fljótt athygli á hjólabrettum á nýjan leik og ekki síst með tilkomu svokallaðra hjólabrettamynda. Þessar heimildamyndir um hjólabrettakappa breiddust eins og eldur í sinu meðal ungmenna um allan heim og gerðu stjörnur úr atvinnumönnum eins og The videos made stars of vert skaters Tony Hawk og Steve Caballero og götubrunurum eins og Natas Kaupas og Mark Gonzalez.

Það var þó ekki fyrr en árið 1995 sem fyrsta stórmótið á hjólabrettum var haldið og hjólabrettaiðkun fékk lögmæta viðurkenningu sem íþróttagrein. Hjólabrettin hafa því í gegnum tíðina haldið áfram að breytast og þróast og lagast að nýjum aðstæðum og breyttri notkun.

Tvær gerðir hjólabretta eru algengastar í dag; hefðbundin hjólabretti (81 cm x 23 cm) sem eru einkum notuðuð við frjálsa aðferð og svo langbretti (e. long-board) (96.5 - 152.5 cm x 23 cm) sem eru aðallega notuð við keppni í bruni. Öll hjólabretti byggja þó á svipuðum þáttum. Þau samanstanda af bretti, hjólafestingum og hjólum. Einhver breytileiki er svo í lögun brettanna sjálfra en í dag eru þau þó flest rúnnuð með báða enda uppbretta (e. kick-tail).

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd:...