Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 125 svör fundust
Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?
Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...
Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...
Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?
Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Er til steinn sem flýtur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans? Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli? Hvað er vikur? Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku? Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og f...
Eru hlutir lifandi?
Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur. Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á...
Hvernig vitið þið um vísindamennina fyrir Krist?
Spurningin er prýðileg og hana mætti jafnvel víkka út og spyrja hvernig við getum yfirleitt vitað nokkurn skapað hlut um hvað gerðist í fortíðinni. Veltum þeirri spurningu örlítið fyrir okkur áður en við snúum okkur að vísindamönnunum. Um atburði í náinni fortíð er tiltölulega einfalt að afla sér upplýsinga, vi...
Hvað er frumspeki?
Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...
Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?
Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?
Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...
Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?
Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi. Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírsko...
Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...
Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...