Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 211 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?

Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verða tennur skakkar?

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...

category-iconVeðurfræði

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum? Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirli...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

category-iconJarðvísindi

Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...

category-iconBókmenntir og listir

Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?

Hundarækt hefur verið stunduð öldum saman og frá upphafi hefur markmiðið verið hið sama; að rækta hunda með ákveðna eiginleika til dæmis varðandi skapferli, vinnueðli, útlit eða stærð. Hreinræktaðir hundar eru skráðir í viðurkennda ættbók, þar sem ætterni og tegund er staðfest. Á Íslandi er Hundaræktarfélag Ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?

Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Vissu fornkappar Njálu hvernig ljón litu út?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Í Njálu stendur að Kári Sölmundarson væri með skjöld sem á væri mynd af ljóni. Hvernig átti Kári Sölmundarson að vita hvernig ljón liti út? Spurt er um eftirfarandi stað í Njálu: Skarphéðinn var fremstur. Hann var í blám stakki og hafði törguskjöld og öxi sína reidda ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru til margar hundategundir í heiminum?

Það er bara til ein hundategund í heiminum svo að þessi spurning er frekar ruglandi. Þegar talað er um tegund er það dýrategund, til dæmis köttur, gíraffi eða api. Íslenskur fjárhundur og dalmatíuhundur eru til dæmis ekki hundategundir heldur mismunandi afbrigði. Hundar eru mjög stór tegund og mismunandi afbrigði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?

Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...

Fleiri niðurstöður