Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?

Snæbjörn Guðmundsson

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:
Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum?

Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirlitum en að því er virðist sundurskorið af óreglulegum, svörtum línum. Raunar hefur Hvítserkur einnig annað nafn sem er Röndólfur og er það greinilega tilkomið vegna hinna svörtu lína eða randa í fjallinu.

En Hvítserkur er ekki aðeins einstakur í útliti, hann er líka einstakur í jarðfræðilegu tilliti, í það minnsta hér á landi. Hið ljósa efni í Hvítserk nefnist flikruberg en slíkt berg verður til við gríðarmikil sprengigos. Flikruberg er í sjálfu sér ekki svo óalgengt á Íslandi en hvergi finnst þó jafnsvipmikið dæmi um heilt fjall úr þessari bergtegund.

Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Það er ljóst yfirlitum en að því er virðist sundurskorið af óreglulegum, svörtum línum.

Flikruberg markar nokkurs konar upphaf að endalokum megineldstöðva. Það myndast við sprengigos, þegar kvikuhólf megineldstöðva falla saman og öskjur myndast. Hvítserkur er því afurð gríðarmikils sprengigoss, sem varð á þessum stað að öllum líkindum fyrir um 13 milljónum ára.

Olgeir Sigmarsson jarðfræðingur ritaði greinargóða lýsingu á Hvítserk í Glettingi árið 2011. Þar segir hann meðal annars að Hvítserkur sé gott dæmi um viðsnúið landslag. Þar á hann við jarðmyndanir, sem upphaflega hafa myndast í dældum eða lægðum í landslaginu, en finnast nú hærra en landið umhverfis. Flikrubergið í Hvítserk féll upphaflega sem gosefni úr sprengigosi ofan í grunnstæða lægð og fyllti hana. Með tíð og tíma hefur hins vegar rofist utan af þessari fornu jarðmyndun en flikrubergið orðið eftir þannig að nú stendur það upp úr landinu sem fjall.

Hið ljósa efni í Hvítserk nefnist flikruberg en slíkt berg verður til við gríðarmikil sprengigos. Hvítserkur er því afurð gríðarmikils sprengigoss, sem varð á þessum stað að öllum líkindum fyrir um 13 milljónum ára.

Undir flikruberginu má greina botn dældarinnar í dekkri hraun- og setlögum. Ofan á toppi Hvítserks má einnig líta dökk basalthraunlög en þau hafa myndast eftir að flikrubergið varð til. Þessi hraunlög eru sambærileg við efri hluta Dyrfjalla þar sem basalthraunlög liggja ofan á eldra flikrubergi. Hrauntoppur Hvítserks er hins vegar sérstakur því þar sést vel hvernig hraunin hafa runnið út í grunnstætt vatn og myndað við það svokallað bólstraberg. Þar að auki sjást aðfærsluæðar hraunanna en það eru hinar áberandi svörtu rendur, eða berggangar, sem kljúfa flikrubergið.

Þegar gangarnir eru skoðaðir horfum við því á fornar kvikuæðar sem eitt sinn voru fullar af rennandi hraunkviku en eru nú fyrir löngu storknaðar. Olgeir bendir raunar á að það er kannski einmitt fyrir tilstilli þessara bergganga sem Hvítserkur hefur staðist rof ísaldarjöklanna betur en landið umhverfis. Þegar gangarnir brutu sér leið í gegnum laust gosset hituðu þeir það upp svo gosefnin ummynduðust og hörðnuðu yfir í flikruberg.

Hvítserkur nýtur sín best frá Húsavík, þaðan sem flestar myndir af honum eru teknar. Auðgengt er á fjallið og er þægilegast að ganga á það frá hálsinum á milli Borgarfjarðar og Húsavíkur. Fyrir þá ferðalanga, sem vilja njóta fjallsins úr aðeins meiri fjarlægð, er best að aka úr Borgarfirði áleiðis suður til Loðmundafjarðar. Í Húsavík er stoppað og ef litið er til baka blasir tignarlegur Hvítserkurinn við, það er ef Austfjarðaþokan byrgir ekki ferðalöngunum sýn.

Heimildir:
  • Erla Dóra Vogler. 2014. Berggrunnskortlagning Breiðuvíkur á Austfjörðum. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.
  • Lúðvík Eckardt Gústafsson. 2011. Ágrip af jarðsögu Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Glettingur 55-56, 6-14.
  • Olgeir Sigmarsson. 2011. Hvítserkur: fjall sem myndaðist í setskál. Glettingur 55-56, 20-23.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

10.9.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?“ Vísindavefurinn, 10. september 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70344.

Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 10. september). Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70344

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist fjallið Hvítserkur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:

Hvernig myndaðist hið sérstaka fjall Hvítserkur, sem stendur norðan við Loðmundarfjörð á Austfjörðum?

Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Í útliti er fjallið ólíkt öllum öðrum fjöllum landsins. Það er ljóst yfirlitum en að því er virðist sundurskorið af óreglulegum, svörtum línum. Raunar hefur Hvítserkur einnig annað nafn sem er Röndólfur og er það greinilega tilkomið vegna hinna svörtu lína eða randa í fjallinu.

En Hvítserkur er ekki aðeins einstakur í útliti, hann er líka einstakur í jarðfræðilegu tilliti, í það minnsta hér á landi. Hið ljósa efni í Hvítserk nefnist flikruberg en slíkt berg verður til við gríðarmikil sprengigos. Flikruberg er í sjálfu sér ekki svo óalgengt á Íslandi en hvergi finnst þó jafnsvipmikið dæmi um heilt fjall úr þessari bergtegund.

Hvítserkur við Húsavík norðan Loðmundarfjarðar er án vafa eitt af sérstakari fjöllum Íslands. Það er ljóst yfirlitum en að því er virðist sundurskorið af óreglulegum, svörtum línum.

Flikruberg markar nokkurs konar upphaf að endalokum megineldstöðva. Það myndast við sprengigos, þegar kvikuhólf megineldstöðva falla saman og öskjur myndast. Hvítserkur er því afurð gríðarmikils sprengigoss, sem varð á þessum stað að öllum líkindum fyrir um 13 milljónum ára.

Olgeir Sigmarsson jarðfræðingur ritaði greinargóða lýsingu á Hvítserk í Glettingi árið 2011. Þar segir hann meðal annars að Hvítserkur sé gott dæmi um viðsnúið landslag. Þar á hann við jarðmyndanir, sem upphaflega hafa myndast í dældum eða lægðum í landslaginu, en finnast nú hærra en landið umhverfis. Flikrubergið í Hvítserk féll upphaflega sem gosefni úr sprengigosi ofan í grunnstæða lægð og fyllti hana. Með tíð og tíma hefur hins vegar rofist utan af þessari fornu jarðmyndun en flikrubergið orðið eftir þannig að nú stendur það upp úr landinu sem fjall.

Hið ljósa efni í Hvítserk nefnist flikruberg en slíkt berg verður til við gríðarmikil sprengigos. Hvítserkur er því afurð gríðarmikils sprengigoss, sem varð á þessum stað að öllum líkindum fyrir um 13 milljónum ára.

Undir flikruberginu má greina botn dældarinnar í dekkri hraun- og setlögum. Ofan á toppi Hvítserks má einnig líta dökk basalthraunlög en þau hafa myndast eftir að flikrubergið varð til. Þessi hraunlög eru sambærileg við efri hluta Dyrfjalla þar sem basalthraunlög liggja ofan á eldra flikrubergi. Hrauntoppur Hvítserks er hins vegar sérstakur því þar sést vel hvernig hraunin hafa runnið út í grunnstætt vatn og myndað við það svokallað bólstraberg. Þar að auki sjást aðfærsluæðar hraunanna en það eru hinar áberandi svörtu rendur, eða berggangar, sem kljúfa flikrubergið.

Þegar gangarnir eru skoðaðir horfum við því á fornar kvikuæðar sem eitt sinn voru fullar af rennandi hraunkviku en eru nú fyrir löngu storknaðar. Olgeir bendir raunar á að það er kannski einmitt fyrir tilstilli þessara bergganga sem Hvítserkur hefur staðist rof ísaldarjöklanna betur en landið umhverfis. Þegar gangarnir brutu sér leið í gegnum laust gosset hituðu þeir það upp svo gosefnin ummynduðust og hörðnuðu yfir í flikruberg.

Hvítserkur nýtur sín best frá Húsavík, þaðan sem flestar myndir af honum eru teknar. Auðgengt er á fjallið og er þægilegast að ganga á það frá hálsinum á milli Borgarfjarðar og Húsavíkur. Fyrir þá ferðalanga, sem vilja njóta fjallsins úr aðeins meiri fjarlægð, er best að aka úr Borgarfirði áleiðis suður til Loðmundafjarðar. Í Húsavík er stoppað og ef litið er til baka blasir tignarlegur Hvítserkurinn við, það er ef Austfjarðaþokan byrgir ekki ferðalöngunum sýn.

Heimildir:
  • Erla Dóra Vogler. 2014. Berggrunnskortlagning Breiðuvíkur á Austfjörðum. Meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.
  • Lúðvík Eckardt Gústafsson. 2011. Ágrip af jarðsögu Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Glettingur 55-56, 6-14.
  • Olgeir Sigmarsson. 2011. Hvítserkur: fjall sem myndaðist í setskál. Glettingur 55-56, 20-23.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...