Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 192 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?

Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?

Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum. Hvolsfjall er fyrir...

category-iconJarðvísindi

Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?

Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...

category-iconJarðvísindi

Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?

Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarð...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

Loftslag hlýnar vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Mælingar í gervitunglum, sem fara umhverfis jörðina utan við lofthjúpinn, sýna að æ minna af geislun frá jörðu kemst gegnum loftið út í himingeiminn. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir gleypa geislunina svo hitinn sleppur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða? Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í m...

category-iconJarðvísindi

Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?

Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð fjallið Keilir til?

Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...

category-iconJarðvísindi

Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?

Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins. Talið er að hann sé 1,5 milljón ára gamall. Þar, á 3.233 m hárri bungunni Dome Concordia, hefur náðst með djúpborun 3.200 m langur ískjarni, sem sýnir samfellda 800 þúsund ára skrá yfir súrefnissamsætur í ís og efnasamsetningu andrú...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

Fleiri niðurstöður