Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3862 svör fundust

category-iconHagfræði

Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?

Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Hrafna-Flóki til í alvöru?

Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...

category-iconUmhverfismál

Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?

Í upphafi þessa svars er rétt að nefna að hér er lögð áhersla á mengun sem tengist umsvifum og athöfnum mannsins. Jafnan er talað um mengun þegar efni eða orka berst út í umhverfið í það miklum mæli að það veldur skaða. Árið 1944 voru mengunarmál almennt ekki ofarlega á baugi á Íslandi og vöktun og mælingar á meng...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...

category-iconLæknisfræði

Hvað er axlarklemma?

Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...

category-iconHugvísindi

Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?

Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...

category-iconHeimspeki

Hvað er raunverulegt?

Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skrifar maður bók?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?

Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?

Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana?

Gyllinæð (e. hemorrhoids) er þrútin bláæð (æðahnútur) í endaþarmi eða endaþarmsopi og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nál...

category-iconHagfræði

Hvernig getur það staðist að nú sé magn aflandskróna að aukast?

Það er ekki beinlínis svo að magn aflandskróna hafi verið að aukast. Sé litið á það hver þróunin hefur verið, hefur aflandskrónum fækkað undanfarin ár eins og sagt er frá í nýbirtu riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, á blaðsíðu 59 og þar á eftir. Þar kemur fram að þessar krónueignir hafi minnkað um 145 m...

category-iconFélagsvísindi almennt

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tja, nú veit ég ekki - hvers konar orð er þetta tja?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar orð er „tja“ og hvaðan kemur það, til dæmis „tja, nú veit ég ekki“? Smáorðið tja flokkast undir upphrópanir. Í Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon það á eftirfarandi hátt (1989:1046): ... orðmyndin lætur í ljós óvissu, vafa, hik. Líklega tökuor...

Fleiri niðurstöður