Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1435 svör fundust
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?
Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...
Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?
Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...
Hvert er elsta berg landsins?
Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...
Hvað vita vísindamenn um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vitað um laukagarða eins og lýst er í Íslendingasögum (t.d. í frásögnum um Guðrúnu Ósvífursdóttur). Eru einhverjar vísbendingar um hvað var ræktað þar? Voru ræktaðar mismunandi lauktegundir hér eins og matlaukur, graslaukur, hvítlaukur, bjarnalaukur o.s.frv. eða v...
Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...
Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?
1.p.et. ég skín 2.p.et. þú skín 3.p.et. hann/hún/það skín og svo framvegis Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri. Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu e...
Hvert er ljótasta dýr í heimi?
Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...
Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?
Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...
Hvað er parísarhjólið í London hátt?
Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...
Er sjálfsfróun hættuleg? - Myndband
Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugtakið sjálfsfróun gefur til kynna einspil en þýðir þó ekki endilega að aðeins einn einstaklingur komi þar að verki. Sjálfsfróun getur verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvor...
Er hollt að stunda kynlíf? - Myndband
Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri vel...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?
Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...