Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3041 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

category-iconEfnafræði

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?

Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?

Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virkar sólarorka í öllum veðrum?

Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn? Getið þið sagt mér frá eitruðu sprettköngulónni og af hverju éta kvendýr hennar karlana eftir mökun? Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar? Hv...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru steinefni?

Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í þv...

category-iconEfnafræði

Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?

Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna. Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefn...

category-iconEfnafræði

Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?

Salt, einkum natrínjónir þess, binda vatn í líkamann. Vatn „eltir“ þessar jónir, en þær eru algengustu jónirnar í öllum vökvum líkamans utan frumnanna. Ef styrkur natrínjóna hækkar, til dæmis eftir saltríka máltíð, binst meira vatn í líkamanum og sést það oft á því að viðkomandi fær bjúg. Vökvasöfnun í líkamanum g...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?

Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verður fólk stressað?

Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...

category-iconNæringarfræði

Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?

Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif á kólesterólinnihald hvort egg eru lin- eða harðsoðin. Kólesteról (blóðfita) er fituefni eða lípíð, og er magn þess svipað í hráum eggjum og soðnum og lengri hitameðferð hefur væntanlega ekki frekari áhrif, ekki nema hugsanlega við mun hærra hitastig. Það sem gerist við suðuna er...

category-iconFélagsvísindi

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum?

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn á einungis gjaldeyrisviðskipti við tvenns konar aðila, annars vegar ríkissjóð og hins vegar þá sem eru á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri, en það eru helstu bankastofnanir landsins. Nokkur eðlismunur er á þessum viðskiptu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

Fleiri niðurstöður