Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 958 svör fundust

category-iconLandafræði

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconJarðvísindi

Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?

Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconHugvísindi

Hver var Vladimir Lenín?

Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...

category-iconHagfræði

Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?

Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?

Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig myndast svarthol í geimnum?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?

Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?

Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindal...

Fleiri niðurstöður