Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið mansal skrifað með einu n-i, en ekki tveimur eins og t.d. mannekla?

Orðið mansal er sett saman úr man ‘ófrjáls manneskja, ambátt, mær’ og nafnorðinu sal af sögninni selja. Mansal merkir þá ‘þrælasala’. Mannekla er hins vegar sett saman af nafnorðunum maður og ekla ‘vöntun, skortur’ og merkir ‘skortur á mönnum’. Mansal merkir þrælasala en mannekla er skortur á mönnum. Myn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Með þremur mismunandi litum er oft hægt að búa til marga aðra liti. Þó er ekki sama hvernig þessir þrír "grunnlitir" eru valdir, til dæmis ef ætlunin er að geta búið til sem flesta aðra liti. Mesti munurinn á sjónvarpsskjá og málarastriga er sá að skjárinn er upphaflega svartur en striginn hvítur og við sjáum liti...

category-iconEfnafræði

Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?

Menn greinir ekki á um hvort gler sígi eða ekki. Staðreynd málsins er sú að gler er undirkældur vökvi sem lætur undan þyngdarkraftinum með því að síga á löngum tíma. Frá þessu er bæði greint í svari undirritaðs við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? á vísindavefnum og í svari við sp...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?

Ein hitaeining (kaloría) er sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu. Þessi orka er lítið eitt mismunandi eftir því hvort verið er að hita vatnið úr 10°C í 11°C eða úr 20°C í 21°C og svo framvegis. Þess vegna þarf að skilgreina þetta betur. Miðað er við þá orku sem þarf til að hita vatnið úr ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?

Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann. Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?

Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna sk...

category-iconLögfræði

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?

Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?

Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands). Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á ...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?

Hljóð myndast til dæmis þegar sameindir lofts sveiflast í fasa, þannig að bylgjur dreifast út frá hljóðgjafa. Tónhæðin ræðst af tíðni sveiflanna, en tíðnina er unnt að mæla af mikilli nákvæmni. Þegar tíðnin töfaldast hækkar tónninn um eina áttund. Í vestrænni tónlist er áttundinni skipt upp í í tólf tóna og er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Við vitum að fitufrumum getur ekki fjölgað eftir ákveðinn aldur, en getur þeim þá fækkað með einhverjum hætti?

Á meðan líkami okkar er að vaxa getur fitufrumum okkar fjölgað. Flestir eru búnir að taka út allan vöxt þegar eitthvað er liðið á unglinsárin og eftir það fjölgar fitumfrumum líkamans því ekki. En fitufrumunum í okkur getur ekki fækkað. Þær geta aðeins minnkað með hreyfingu og brennslu. Hægt er lesa meira um...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?

Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconStærðfræði

Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?

Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...

Fleiri niðurstöður