Í Lifandi vísindum er því haldið fram að misþykkt í gömlu rúðugleri eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ónákvæmari vinnsluaðferða fyrr á tíðum en nú tíðkast. Vitað er að sig í gleri er breytilegt eftir hitastigi og að það eykst með hita. Þá hefir ein meginþróun við (rúðu)glergerð á undanförnum árum falist í því að búa til efnablöndur sem auka seigju (og þar af leiðandi minnka sighraða) glersins. Sig í gleri kann því að vera mismikið eftir samsetningu þess, aldri, umhverfi og hita svo nokkuð sé nefnt. Eins og svo oft á við í vísindum þarf ekki einhver ein skýring að vera algild í þessu tilliti.
Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?
Í Lifandi vísindum er því haldið fram að misþykkt í gömlu rúðugleri eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ónákvæmari vinnsluaðferða fyrr á tíðum en nú tíðkast. Vitað er að sig í gleri er breytilegt eftir hitastigi og að það eykst með hita. Þá hefir ein meginþróun við (rúðu)glergerð á undanförnum árum falist í því að búa til efnablöndur sem auka seigju (og þar af leiðandi minnka sighraða) glersins. Sig í gleri kann því að vera mismikið eftir samsetningu þess, aldri, umhverfi og hita svo nokkuð sé nefnt. Eins og svo oft á við í vísindum þarf ekki einhver ein skýring að vera algild í þessu tilliti.
Útgáfudagur
14.7.2000
Spyrjandi
Gunnar Geir Pétursson, f. 1981
Tilvísun
Ágúst Kvaran. „Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=653.
Ágúst Kvaran. (2000, 14. júlí). Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=653
Ágúst Kvaran. „Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=653>.