Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5968 svör fundust
Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?
Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman...
Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?
Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...
Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?
Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...
Geta fiskar blikkað augunum?
Fiskar geta ekki blikkað augunum af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa engin augnlok. Þeir sem eiga gullfiska í búri halda kannski að fiskarnir sofi ekki þar sem þeir loka ekki augunum en allir fiskar sofa - þó að þeir hafi ekki augnlok. Uppsjávarfiskar eru oftast hreyfingarlausir þegar þeir sofa og margar...
Af hverju glitrar snjórinn?
Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar. Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? - Myndband
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930-1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbur...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?
Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...
Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?
Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...
Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?
Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins...
Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?
Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....
Er karlinn í tunglinu til?
Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...