Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1023 svör fundust
Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?
Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...
Hvernig myndaðist Surtsey?
Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...
Hvaða lög gilda á úthafinu?
Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri ré...
Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?
Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...
Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...
Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?
Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?
Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...
Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?
Borgarfjarðarbrúin, brúin yfir Borgarfjörð við Borgarnes, er lengsta brú landsins, 520 m löng. Hafist var handa við gerð hennar árið 1975 en hún var vígð í september 1981. Smíði brúarinnar þótti mikið afrek á sínum tíma og eitt stærsta verk sem Vegagerðin hafði þá ráðist í. Með tilkomu brúarinnar styttist hringveg...
Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður? Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmu...
Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?
Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...
Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?
Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...
Hætta stúlkur að stækka einu ári eftir að tíðablæðingar hefjast?
Vaxtarhraði stelpna nær hámarki um það bil ári áður en þær byrja á blæðingum. Eftir að blæðingar hefjast dregur úr vaxtarhraðanum en vöxtur hættir þó ekki, stelpur geta hækkað um 5-6 cm eftir að blæðingar hefjast. Nákvæmlega hvenær vöxtur stöðvast er einstaklingsbundið en ekki er óalgengt að það sé einu til tveimu...
Hver er meðalstærð hvalatyppa?
Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo ...