Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 600 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er og hvernig verkar penisilín?

Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?

Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

category-iconHugvísindi

Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?

Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...

category-iconEfnafræði

Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?

Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er ...

category-iconBókmenntir og listir

Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?

Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...

category-iconHagfræði

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?

Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?

bell hooks, skírð Gloria Jean Watkins, tók nafn ömmu sinnar í virðingarskyni við hana og móður sína og einnig sem svar við nýrri femínískri sjálfsmynd. Nafnið skrifar hooks með litlum stöfum af því að hún telur meiru skipta hvað hún skrifar en hver hún sé1. hooks er fædd árið 1952 og starfar sem prófessor við ...

Fleiri niðurstöður