Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?

Rúnar Vilhjálmsson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil? Frá því að vera nánast engin upp í að hlaupa á hundruðum þúsunda.

Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum og áratugum. Lega á sjúkrahúsi hefur lengi verið sjúklingum að kostnaðarlausu og er enn, en það á ekki við um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Á tíma sjúkrasamlaga bæja og sýslna fram til loka 9. áratugar síðustu aldar greiddu heimilin í landinu mjög hófstillta upphæð fyrir læknishjálp og lyf, en sjúkrasamlögin greiddu langstærstan hluta kostnaðarins. Ríkið stóð undir 85 prósent kostnaðar við sjúkrasamlögin, en sveitarfélögin 15 prósent. Að kröfu sveitarfélaganna var sjúkrasamlagskerfið lagt niður 1989 og stofnuð í staðinn deild sjúkratrygginga í Tryggingastofnun ríkisins. Sjúkratryggingar fluttust svo til nýrrar stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008.

Þegar litið er til tímabilsins frá 1990 sést að töluverðar sveiflur hafa verið á kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, þó langtímaþróun hafi verið í átt til aukinnar hlutdeildar sjúklinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var kostnaðarhlutdeild sjúklinga 14,7% árið 1990, en var 18,5% árið 2015. Þess er þó rétt að geta að kostnaðarhlutdeildin hefur lækkað nokkuð síðustu ár (lækkun um 1% frá 2012). Þegar kostnaðarhlutdeild sjúklinga er borin saman milli landa sem reka sams konar félagslegt heilbrigðiskerfi og Íslendingar (það er Norðurlöndin og Bretland) sést að útgjöld sjúklinga eru lægst í Bretlandi, og næstlægst í Noregi, en á Íslandi er kostnaður sjúklinga mestur, að Finnlandi undanskildu.

Samkvæmt heilbrigðiskönnunum hérlendis vörðu heimilin að meðaltali 156 þúsund krónum vegna heilbrigðisþjónustu heimilismanna árið 2014. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráðstöfunartekna sinna í heilbrigðisþjónustu eru ungt fólk og námsmenn, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar, lágtekjufólk, langveikir og öryrkjar.

Samkvæmt heilbrigðiskönnunum hérlendis vörðu heimilin að meðaltali 156 þúsund krónum vegna heilbrigðisþjónustu heimilismanna árið 2014, en kostnaðurinn var mjög misjafn eftir þjóðfélagshópum. Mest var útgjaldabyrði hópa sem teljast í viðkvæmri stöðu. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráðstöfunartekna sinna í heilbrigðisþjónustu eru ungt fólk og námsmenn, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar, lágtekjufólk, langveikir og öryrkjar (Rúnar Vilhjálmsson, 2015). Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni vegna þess að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu er ein af meginástæðum þess að einstaklingar fresta eða hætta við að leysa út lyf, eða leita til læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns. Kostnaður sjúklinga er einnig vaxandi ástæða fyrir frestun læknisþjónustu hérlendis (Rúnar Vilhjálmsson, 2015). Þessar niðurstöður stangast á við meginmarkmið félagslegra heilbrigðiskerfa sem er að veita öllum samfélagsþegnum sem á þurfa að halda viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Margar ástæður eru fyrir hárri kostnaðarþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu.

  1. Í fyrsta lagi hafa orðið miklar breytingar í þjónustunni sem meðal annars fela í sér að sjúklingar liggja nú skemur á legudeildum sjúkrahúsa, og nota oft göngudeildir sjúkrahúsanna í framhaldi af innlögninni (skoðun, viðtöl og eftirmeðferð). Legudeildarþjónusta er ókeypis fyrir sjúklinginn en göngudeildarþjónustuna þarf sjúklingurinn að greiða að hluta. Með vaxandi göngudeildarþjónustu hefur því kostnaður sjúklinga aukist.
  2. Í öðru lagi fá margir sjúklingar þjónustu á einkastofum eftir meðferðir á spítala og þurfa að greiða hluta kostnaðar við einkastofuþjónustuna.
  3. Í þriðja lagi hefur heilsugæslunni víða gengið treglega að sinna þörfum sjúklinga fyrir þjónustu. Þetta á einkum við á Reykjavíkursvæðinu. Sjúklingar, sem með réttu ættu að snúa sér til heilsugæslustöðvar með sín erindi, fara því í ríkum mæli á einkastofur sérfræðinga og borga þar mun hærri upphæð en ef þeir hefðu fengið þjónustuna á heilsugæslustöð.
  4. Í fjórða lagi má nefna að stjórnvöld hafa ekki fylgt skýrri og heildstæðri stefnu um að halda niðri útgjöldum sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Þannig hafa útgjöld sjúklinga heldur aukist þegar til lengri tíma er litið, auk þess sem útgjöldin hafa sveiflast töluvert frá árabili til árabils. Ýmsar breytingar sem átt hafa sér stað í heilbrigðiskerfinu hafa verið óskipulegar og ófyrirséðar, sem meðal annars hefur bitnað á kostnaði og aðgengi sjúklinga.
  5. Loks má nefna að heilbrigðisyfirvöld hafa nú nýlega sett þak á komugjöld sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Áður hafði verið sett þak á lyfjakostnað sjúklinga. Þótt ánægjulegt sé að sett hafi verið þak á hámarkskostnað sjúklinga við lyf og heimsóknir í heilbrigðiskerfinu, er áfram sá annmarki að enn skortir heildarreglur um heildarkostnað sjúklinga (nú eru sérstakar reglur fyrir lyf og aðrar fyrir heimsóknir sjúklinga). Auk þess eru ýmsir þættir heilbrigðisþjónustu undanskildir í hámarksreglunum, svo sem sálfræðiþjónusta, tannlæknisþjónusta, sjúkraflutningar, heimsóknir til græðara, og ýmis lyf. Þá er það athugavert að reglunum um hámarkskostnað sjúklinga vegna heimsókna í heilbrigðiskerfinu fylgir ekki aukið fjármagn, heldur er um að ræða millifærslu milli sjúklinga (þeir sjúklingar sem áður borguðu mest borga nú minna, en á móti borga aðrir sjúklingar meira). Þetta gæti leitt til aukinnar frestunar þjónustu í heilbrigðiskerfinu vegna þess að stærsti sjúklingahópurinn þarf nú að borga hærri upphæð í komugjöld en áður.

Heimild:
  • Rúnar Vilhjálmsson (2015). Félagslegt heilbrigðiskerfi, einkavæðingin og hagsmunir sjúklinga. Erindi á málþingi BSRB og ASÍ um heilbrigðismál undir heitinu „Er einkarekstur í heilbrigðiskerfinu almannahagur?“ Reykjavík, 3. maí, 2016.

Mynd:

Höfundur

Rúnar Vilhjálmsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.9.2016

Spyrjandi

Þóra Guðmundsdóttir

Tilvísun

Rúnar Vilhjálmsson. „Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?“ Vísindavefurinn, 20. september 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72620.

Rúnar Vilhjálmsson. (2016, 20. september). Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72620

Rúnar Vilhjálmsson. „Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72620>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil? Frá því að vera nánast engin upp í að hlaupa á hundruðum þúsunda.

Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum og áratugum. Lega á sjúkrahúsi hefur lengi verið sjúklingum að kostnaðarlausu og er enn, en það á ekki við um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Á tíma sjúkrasamlaga bæja og sýslna fram til loka 9. áratugar síðustu aldar greiddu heimilin í landinu mjög hófstillta upphæð fyrir læknishjálp og lyf, en sjúkrasamlögin greiddu langstærstan hluta kostnaðarins. Ríkið stóð undir 85 prósent kostnaðar við sjúkrasamlögin, en sveitarfélögin 15 prósent. Að kröfu sveitarfélaganna var sjúkrasamlagskerfið lagt niður 1989 og stofnuð í staðinn deild sjúkratrygginga í Tryggingastofnun ríkisins. Sjúkratryggingar fluttust svo til nýrrar stofnunar Sjúkratrygginga Íslands árið 2008.

Þegar litið er til tímabilsins frá 1990 sést að töluverðar sveiflur hafa verið á kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, þó langtímaþróun hafi verið í átt til aukinnar hlutdeildar sjúklinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var kostnaðarhlutdeild sjúklinga 14,7% árið 1990, en var 18,5% árið 2015. Þess er þó rétt að geta að kostnaðarhlutdeildin hefur lækkað nokkuð síðustu ár (lækkun um 1% frá 2012). Þegar kostnaðarhlutdeild sjúklinga er borin saman milli landa sem reka sams konar félagslegt heilbrigðiskerfi og Íslendingar (það er Norðurlöndin og Bretland) sést að útgjöld sjúklinga eru lægst í Bretlandi, og næstlægst í Noregi, en á Íslandi er kostnaður sjúklinga mestur, að Finnlandi undanskildu.

Samkvæmt heilbrigðiskönnunum hérlendis vörðu heimilin að meðaltali 156 þúsund krónum vegna heilbrigðisþjónustu heimilismanna árið 2014. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráðstöfunartekna sinna í heilbrigðisþjónustu eru ungt fólk og námsmenn, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar, lágtekjufólk, langveikir og öryrkjar.

Samkvæmt heilbrigðiskönnunum hérlendis vörðu heimilin að meðaltali 156 þúsund krónum vegna heilbrigðisþjónustu heimilismanna árið 2014, en kostnaðurinn var mjög misjafn eftir þjóðfélagshópum. Mest var útgjaldabyrði hópa sem teljast í viðkvæmri stöðu. Þeir hópar sem verja stærstum hluta ráðstöfunartekna sinna í heilbrigðisþjónustu eru ungt fólk og námsmenn, atvinnulausir og fólk utan vinnumarkaðar, lágtekjufólk, langveikir og öryrkjar (Rúnar Vilhjálmsson, 2015). Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni vegna þess að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu er ein af meginástæðum þess að einstaklingar fresta eða hætta við að leysa út lyf, eða leita til læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns. Kostnaður sjúklinga er einnig vaxandi ástæða fyrir frestun læknisþjónustu hérlendis (Rúnar Vilhjálmsson, 2015). Þessar niðurstöður stangast á við meginmarkmið félagslegra heilbrigðiskerfa sem er að veita öllum samfélagsþegnum sem á þurfa að halda viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Margar ástæður eru fyrir hárri kostnaðarþátttöku sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu.

  1. Í fyrsta lagi hafa orðið miklar breytingar í þjónustunni sem meðal annars fela í sér að sjúklingar liggja nú skemur á legudeildum sjúkrahúsa, og nota oft göngudeildir sjúkrahúsanna í framhaldi af innlögninni (skoðun, viðtöl og eftirmeðferð). Legudeildarþjónusta er ókeypis fyrir sjúklinginn en göngudeildarþjónustuna þarf sjúklingurinn að greiða að hluta. Með vaxandi göngudeildarþjónustu hefur því kostnaður sjúklinga aukist.
  2. Í öðru lagi fá margir sjúklingar þjónustu á einkastofum eftir meðferðir á spítala og þurfa að greiða hluta kostnaðar við einkastofuþjónustuna.
  3. Í þriðja lagi hefur heilsugæslunni víða gengið treglega að sinna þörfum sjúklinga fyrir þjónustu. Þetta á einkum við á Reykjavíkursvæðinu. Sjúklingar, sem með réttu ættu að snúa sér til heilsugæslustöðvar með sín erindi, fara því í ríkum mæli á einkastofur sérfræðinga og borga þar mun hærri upphæð en ef þeir hefðu fengið þjónustuna á heilsugæslustöð.
  4. Í fjórða lagi má nefna að stjórnvöld hafa ekki fylgt skýrri og heildstæðri stefnu um að halda niðri útgjöldum sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Þannig hafa útgjöld sjúklinga heldur aukist þegar til lengri tíma er litið, auk þess sem útgjöldin hafa sveiflast töluvert frá árabili til árabils. Ýmsar breytingar sem átt hafa sér stað í heilbrigðiskerfinu hafa verið óskipulegar og ófyrirséðar, sem meðal annars hefur bitnað á kostnaði og aðgengi sjúklinga.
  5. Loks má nefna að heilbrigðisyfirvöld hafa nú nýlega sett þak á komugjöld sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Áður hafði verið sett þak á lyfjakostnað sjúklinga. Þótt ánægjulegt sé að sett hafi verið þak á hámarkskostnað sjúklinga við lyf og heimsóknir í heilbrigðiskerfinu, er áfram sá annmarki að enn skortir heildarreglur um heildarkostnað sjúklinga (nú eru sérstakar reglur fyrir lyf og aðrar fyrir heimsóknir sjúklinga). Auk þess eru ýmsir þættir heilbrigðisþjónustu undanskildir í hámarksreglunum, svo sem sálfræðiþjónusta, tannlæknisþjónusta, sjúkraflutningar, heimsóknir til græðara, og ýmis lyf. Þá er það athugavert að reglunum um hámarkskostnað sjúklinga vegna heimsókna í heilbrigðiskerfinu fylgir ekki aukið fjármagn, heldur er um að ræða millifærslu milli sjúklinga (þeir sjúklingar sem áður borguðu mest borga nú minna, en á móti borga aðrir sjúklingar meira). Þetta gæti leitt til aukinnar frestunar þjónustu í heilbrigðiskerfinu vegna þess að stærsti sjúklingahópurinn þarf nú að borga hærri upphæð í komugjöld en áður.

Heimild:
  • Rúnar Vilhjálmsson (2015). Félagslegt heilbrigðiskerfi, einkavæðingin og hagsmunir sjúklinga. Erindi á málþingi BSRB og ASÍ um heilbrigðismál undir heitinu „Er einkarekstur í heilbrigðiskerfinu almannahagur?“ Reykjavík, 3. maí, 2016.

Mynd: