Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 508 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku? Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og ísland...

category-iconLæknisfræði

Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?

Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?

Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?

Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconMannfræði

Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?

Spyrjandi bætir við: Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir? Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 ...

category-iconLæknisfræði

Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?

Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...

category-iconHeimspeki

Hvað er á milli himins og jarðar?

Svarið við þessari sígildu gátu er auðvitað „og“. Sver hún sig þar í ætt við svipaðar gátur sem hafa skemmt fólki í gegnum árin. En eins og svo margar gátur sem eitthvað er spunnið í þá býður hún einnig upp á áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur. Raunar má segja að heimspeki sé ekkert annað en leit að svörum við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconTrúarbrögð

Hver var heilög Lúsía og hvenær var farið að halda Lúsíuhátíð?

Messudagur Lúsíu er 13. desember. Sagt er að Lúsía hafi verið efnuð kristin jómfrú suður á Sikiley um þrjúhundruð árum eftir Krists burð. Af henni eru ýmsar helgisagnir en tvær eru þekktastar. Önnur greinir svo frá að maður nokkur vildi giftast henni til fjár. Hún vildi hins vegar að hann giftist sér af ást og gaf...

Fleiri niðurstöður