Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5924 svör fundust
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?
Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra. Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styr...
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?
Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Hvað er fracking og hvaða áhrif getur það haft?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er fracking? Hvaða áhrif hefur það á berg og jarðlög? Getur þetta haft slæmar afleiðingar? Fracking er stytting á "hydraulic fracturing" sem er aðferð sem beitt hefur verið í orkuiðnaðinum um margra áratuga skeið til að örva vökvarennsli inn í borholur, stundu...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni? Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á ten...
Hvað er 'paradigm'?
Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk?
Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um háralit og ljóst er að þetta er málefni sem brennur á fólki. Nú þekkja flestir einhvern rauðhærðan einstakling, sem gengur jafnvel með gleraugu, og telja sig því geta svarað spurningunni á eigin spýtur. En þó fólk gæti komist að réttri niðurstöðu þá gleyma flestir...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hver var Olympe de Gouges?
Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...
Hvaða einkenni hafa ársreikningar sem gefa glögga mynd af stöðu fyrirtækja?
Ársreikningur er árlegt reikningsuppgjör fyrirtækis eða stofnunar. Um ársreikninga hér á landi gilda lög nr. 3/2006 og þar er hugtakið glögg mynd útskýrt á eftirfarandi hátt: Glögg mynd felst í áreiðanlegri framsetningu á áhrifum viðskipta, öðrum atburðum og skilyrðum í samræmi við skilgreiningar og reglur um ...
Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?
Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...