Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3815 svör fundust
Hvað er átt við með samráði í samkeppnisreglum?
Með samráði er einfaldlega átt við að menn ræði saman og alla jafna þykir ekki ástæða til að amast við því. Þegar fyrirtæki eiga í samkeppni er þó oftast talið óæskilegt að stjórnendur þeirra ræði saman og ákveði til dæmis hvernig þeir ætla að verðleggja vörur sínar eða skipta með sér mörkuðum. Skýringin á því ...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2016 og fyrir hvað?
Japanski líffræðingurinn Yoshinori Ohsumi hlaut Nóbelsverðlaunin í læknavísindum árið 2016 fyrir rannsóknir á frumuferli sem nefnist sjálfsát (e. macroautophagy) [1][2]. Fjölfrumungar eins og maðurinn eru samsettir úr milljörðum fruma, sem saman mynda vefi líkamans. Frumur líkamans framleiða sífellt ný prótín, og ...
Hvenær má borgari handtaka mann?
Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...
Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?
Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því h...
Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...
Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...
Er þrælahald einhvers staðar leyft?
Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, ...
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...
Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?
Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...
Er vindur og rok það sama?
Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að...
Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?
Raforkuframleiðsla á Íslandi kemur nær eingöngu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um 70% af raforkuframleiðslunni kemur frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Fróðlegt getur verið að bera saman raforkuframleiðslu eftir löndum og sjá hvaða orkugjafi sér flestum ja...
Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...