Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3021 svör fundust
Er banani ber?
Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er...
Hvað eru átröskunarsjúkdómar?
Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...
Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...
Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...
Hvað er elsti ís á jörðinni gamall og hvar er hann að finna?
Elsti ís á jörðinni er inni í miðri ísbreiðunni á austurhluta Suðurskautslandsins. Talið er að hann sé 1,5 milljón ára gamall. Þar, á 3.233 m hárri bungunni Dome Concordia, hefur náðst með djúpborun 3.200 m langur ískjarni, sem sýnir samfellda 800 þúsund ára skrá yfir súrefnissamsætur í ís og efnasamsetningu andrú...
Fer sýra, til dæmis úr sítrónu, illa með tennur?
Í sítrónum er sítrónusýru sem er glerungseyðandi og getur farið mjög illa með tennurnar. Það sama gildir því um neyslu sítrónunnar og annarra glerungseyðandi matvæla, að það á að gæta þess að neyta þeirra í hófi. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru allir glerungseyðandi en sítrónusýru er að finna í flestum svala...
Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?
Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...
Hvað merkir að ríða við einteyming?
Orðið einteymingur merkir ‛einfaldur taumur á hesti’. Sá sem ríður við einteyming hefur því aðeins taum öðrum megin við hnakka hestsins. Þetta þóttu ekki merkileg beisli miðað við venjuleg beisli og einföld að gerð. Orðasambandið að ríða ekki við einteyming er þangað sótt og vísar líkingin til þess að þa...
Hver var meðalhagvöxtur á Íslandi á tuttugustu öld?
Á tuttugustu öld, frá 1901 til 2000, var hagvöxtur eða meðalvöxtur landsframleiðslu Íslands á raunvirði rétt tæp 4% á ári. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um því sem næst 1,3% á ári svo að landsframleiðsla á mann jókst um 2,7% á ári að raunvirði. 4% á ári virðist ef til vill ekki mikið en dropinn holar steinin...
Hvers vegna eru tveir enter-takkar á lyklaborðum?
Á flestum lyklaborðum eru tveir vendihnappar (e. enter keys), litaðir rauðir á myndinni hér að neðan. Staðsetning þeirra er valin með það í huga að notandinn eigi auðvelt með að ná til þeirra, enda eru þeir nokkuð mikilvægir. Ætlast er til að sá vinstri sé notaður þegar verið er að slá inn texta, eins og þe...
Hvert er flatarmál Afríku?
Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km. Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strand...
Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?
Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...
Hvað var oftast borðað á víkingatímanum?
Norrænir menn á tímum víkinga borðuðu mikið lamba- og nautakjöt, einnig hrossakjöt, og voru þá langflestir hlutar dýrsins nýttir eins og menn þekkja sem borðað hafa þorramat. Þeir neyttu einnig fisks, kornvara, mjólkurvara og eggja villifugla. Lítið var um grænmeti en sums staðar borðuðu menn ber og epli þar se...
Hvar verða ríbósóm til?
Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tvei...
Af hverju og hvernig verður manni kalt?
Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum. Ef líkamshitin...