Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2746 svör fundust
Hvernig brjóta menn odd af oflæti sínu?
Orðasambandið að brjóta odd af oflæti sínu er notað um þann sem lendir í þannig aðstæðum að hann verður að vinna bug á stórlæti sínu, láta af stolti sínu. Spjótið verður heldur bitlaust ef oddurinn hefur verið brotinn af. Það er gamalt og þekkist þegar í fornu máli. Orðið oflæti merkir ‛dramb, hroki’....
Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?
Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...
Hvenær og hvernig myndaðist Mælifell á Snæfellsnesi?
Mælifell mun vera svokallaður líparítgúll, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, ljósari og dekkri. Ljósari gerðin myndar meginhluta fjallsins, og í henni eru flygsur af hinni dekkri,...
Hvers vegna er orðið testamenti viðurkennt sem íslenska?
Upphafleg spurning var á þessa leið: „Hver er ástæða þess að ekki hefur í seinni tíð verið hróflað við hinu augljósa tökuorði 'testamenti'? Hví var 'vitnisburður' eða orð sams konar merkingar ekki notað frá upphafi?“ Orðið testamenti er upphaflega tökuorð úr latínu og barst í málið með fornum kirkjulegum ver...
Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?
Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar. Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendas...
Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...
Hvað er talkúm?
Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...
Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?
Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...
Hvað þýðir sko?
Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...
Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?
Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...
Hvað er Stonehenge?
Stonehenge er fornt mannvirki í Wiltshirehéraði í suðvesturhluta Englands, en bygging þess hófst fyrir um 5000 árum. Nánar tiltekið samanstendur Stonehenge af hringjum risastórra steina, svokallaðra jötunsteina, en meðalhæð þeirra er um 4 metrar. Ástæðan fyrir byggingu Stonehenge er ekki að fullu kunn. Hugmynd...
Hvernig eldir af degi?
Sögnin að elda er til í tvenns konar beygingu veikra sagna. Hún beygist annars vegar eftir öðrum flokki veikra sagna og þá í þátíð eldi/elti. Merkingin er ‛fá til að loga, tendra’. Hún er notuð ópersónulega í sambandinu það eldir … ‛það birtir, dagar’ til dæmis það eldir af degi. Í eldra máli var notað...
Af hvaða orði kemur sagnorðið að skyrpa?
Sögnin að skyrpa í merkingunni ‛hrækja, spýta’ er gömul í málinu og kemur þegar fyrir í fornu máli. Hún á sér samsvaranir í grannmálunum. Í nýnorsku er til sögnin skyrpa og merkir hún að ‛blása, fnæsa (um dýr)’. Í sænskri mállýsku er til sögnin skörpa sem merkir að ‛fnæsa, frýsa’. Brasilíski kn...
Hvað gæti Kötlugos mögulega staðið lengi yfir?
Kötlugos hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði eða lengur. Kötlugosið 1823, sem telst lítið á mælikvarða Kötlugosa, stóð í 28 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga en stærsta Kötlugosið á sögulegum tíma, sem hófst árið 1755, stóð í um 120 daga. Kötlugosið 1918 stóð í 24 daga. Síðasta gos í Eyjafjall...
Mundi gos í Eyjafjallajökli geta breytt Seljalandsfossi, árfarvegi eða útliti?
Hraunrennsli frá Eyjafjallajökli sem næði niður að Seljalandsfossi kæmi helst úr gossprungum vestan til á þessu eldstöðvakerfi, vestan jökulhettunnar, en þar hefur ekki gosið í mörg þúsund ár og engin merki eru um að kvika sé að leita þangað. Hraun úr gosi á þeim slóðum, ef til kæmi, gæti breytt árfarvegi og fossi...