Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 521 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?

Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig: Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var klaustur í Bæ í Borgarfirði?

Upprunalega spurningin var:Af hverju er yfirleitt talað um Þingeyrarklaustur sem fyrsta klaustur á Íslandi en ekki hið skammlífa Bæjarklaustur í Bæ í Borgarfirði? Mat manna á hvort klaustur hafi nokkurn tímann verið í Bæ er mikið á reiki. Í skýringum með landnámuútgáfu sinni ritaði Jakob Benediktsson (1968, bls...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?

Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

category-iconSálfræði

Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?

Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconJarðvísindi

Hvað er grettistak?

Þorleifur Einarsson svarar spurningunni stutt og laggott í Jarðfræði1 sinni: „Stór jökulborin björg nefnast grettistök.“ Sú viska opinberaðist mönnum samt ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar ljóst varð að fyrrum höfðu jöklar þakið stór svæði sem síðan urðu jökulvana. Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772) segir í 693...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið leyst úr deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er ekki hægt að leysa deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn? Er nafnið Kaldakinn, samanber norðankaldi t.d. og væri þá Kaldakinn um Kaldakinn o.s.frv. Eða Kaldakinn, um Köldukinn, frá Köldukinn o.s.frv. Gott væri að nokkur rökstuðningur væri með lausn þessarar deilu. Fj...

category-iconTrúarbrögð

Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconTrúarbrögð

Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?

Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni?

Með orðinu flugbíll er væntanlega átt við farartæki sem getur flogið af eigin rammleik, fer með svipuðum hraða og bíll á jörðu niðri og er svipað bíl í lögun. Ef þess konar farartæki væri til gæti það til að mynda tekið sig á loft á eðlilegan hátt úr akstri á venjulegum vegi. Við teljum ekki líklegt að slík farart...

Fleiri niðurstöður