Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju þefa hundar af rassinum á hvor öðrum þegar þeir hittast? Eru þeir að heilsast?
Lengi vel var talið að þegar hundar hittust og þefuðu af endaþarmi hvor annars væru þeir að heilsast. En líklega á þetta háttalag sér aðra og margþættari skýringu. Hundar hafa tvo kirtla við endaþarmsopið. Þeir seyta efnasamböndum sem tengjast beint hormónastarfsemi hundanna. Lyktin sem berst frá kirtlunum veit...
Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?
Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...
Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?
Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...
Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?
Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...
Af hverju er stöðug hreyfing á umfrymi?
Í umfryminu eiga sér stað stöðugir flutningar á efnum frá umhverfinu í gegnum frumuhimnu til frumulíffæra, frá frumulíffærum til frumuhimnu og milli frumulíffæra. Þessir flutningar eru nauðsynlegir til þess að frumustarfsemi geti átt sér stað og að fruman haldi lífi. Sumir af þessum flutningum fara fram í blöðr...
Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?
Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...
Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?
Þetta er eitt af því sem er ekki vitað með vissu. Eðlilegasta skýringin er sú að dagurinn hefur vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur ...
Af hverju er fólk hrætt við köngulær?
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?
Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum. Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur e...
Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...
Af hverju á Guð heima í himnaríki?
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...
Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...
Hvað eru til margar tegundir af kanínum?
Það eru til um það bil 160 kanínutegundir í heiminum og af hverri tegund eru til mörg litarafbrigði. Kanínan er spendýr og tilheyrir héraættinni. Hérar og kanínur hafa fjórar nagtennur í efri skolti, en önnur nagdýr aðeins tvær, og að því leyti eru þau frábrugðin öðrum nagdýrum. Kanínur eru sérstaklega vel fall...
Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?
Þessu ræður tvennt:Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðra...