Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3039 svör fundust
Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?
Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...
Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?
Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...
Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?
Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...
Er maður léttari í flugvél heldur en við sjávarmál?
Svarið er já, og auðvelt er að reikna út hversu mikið maður léttist hlutfallslega. Þyngdarkraftur frá jörð utan við hana er í öfugu hlutfalli við fjarlægð frá miðju hennar í öðru veldi. Sjávarmál er í um 6.400 km fjarlægð frá jarðamiðju og við getum sagt að flugvélin sé í 10 km hæð eins og algengt er í farþega...
Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?
Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...
Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?
Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...
Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?
Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Hvað kostar að framleiða eina krónu?
Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...
Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?
Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...
Hvað orsakar þörungablóma í hafinu?
Þörungar nota sólarljós og ólífræn næringarefni í sjónum til orkuframleiðslu. Á veturna þegar yfirborðssjór kólnar og vinda gætir blandast sjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni berast á ný til yfirborðs. Vegna uppblöndunar haldast svifþörungarnir ekki nægilega lengi uppi í ljóstillífunarlaginu til að ljóstill...
Af hverju er sólin gul?
Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...
Nýjar fréttir af Stjörnu-Odda
Stjarnvísindafélag Íslands og fleiri félög halda fund þann 27. jan. 2020 kl. 16:45. Fundurinn fer fram í Háskóla Íslands, VR2, stofu 158 og þar mun Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, halda erindi um Stjörnu-Odda. Í erindinu verður sagt frá nýjustu rannsóknum Þorsteins og an...
Hvað er efst á baugi?
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...